Upplýsingar
Byggt 1978
107,5 m²
5 herb.
1 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Fimm herbergja íbúð á annarri hæð (efstu) í litlu fjölbýli við Engihjalla 5 í Kópavogi. Íbúðin er skráð 107,5 fm að stærð og skiptist í anddyri, búr, eldhús, stofu, fjögur svefnherbergi og baðherbergi. Þá fylgir íbúðinni sérgeymsla sem er ekki skráð í stærð. Snyrtileg og góð íbúð sem hefur verið endurnýjuð að hluta. Gluggar hafa flestir verið endurnýjaðir. Svalir íbúðar voru brotnar af og steyptar nýjar. Þak var yfirfarið og málað.Nánari lýsing:
Gengið er inn í íbúð um snyrtilega sameign þar sem er teppi á gólfi. Anddyri íbúðar er með stórum fataskáp og flísum á gólfi. Eldhúsið er flísalagt og með rúmgóðum innréttingum. Borðkrókur er við glugga. Stofa er rúmgóð og björt og með parketi á gólfi. Útgengi er á suður svalir frá stofu. Svefnherbergi íbúðar eru fjögur. Þrjú barnaherbergi og hjónaherbergi, og eru þau öll með parketi á gólfum. Baðherbergið er flísalagt. Innrétting er á baðherbergi ásamt baðkari. Sturtuklefi hefur verið fjarlægður en nýr sturtubotn er kominn. Það þarf að kára að endurnýjun á baðherbergi.
Listi yfir það helsta sem gert hefur verið undanfarið:
2020-2021 voru gluggar á suðurhlið og gafli endurnýjaðir, gler með sólarvörn. Svalir endurnýjaðar bæði svalagólf og handrið. Verksýn hafði umsjón með verkinu.
2024 Þak yfirfarið og málað.
Í sameign er sérgeymsla íbúðar og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla og á bak við hús er leikvöllur.
Falleg og vel skipulögð eign í grónu hverfi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Hilmar Þór Hafsteinsson Lögg. fasteignasali/leigumiðlari, í síma 824-9098, tölvupóstur hilmar@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook