












Lýsing
Miklaborg kynnir: Glæsilega efri sérhæð við Suðurgötu 36 , Hafnarfirði. Eignin skiptist í forstofuherbergi, hjónaherbergi, barnaherbergi, eldhús, hol, baðherbergi, borðstofu, stofu, bílskúr og tvö bílastæði.
EIgnin er sérlega vel staðsett örstutt frá miðbæ Hafnarfjarðar, leikskóla og skóla.
Suðurgata 36 er steinsteypt tveggja hæða hús með þremur íbúðum, tveimur á jarðhæð og einni á annari hæð. Bílskúr er sérstæður. Sameiginlegt svæði er milli bílskúrs og garðs
Nánari lýsing eignar:
Komið er inn í sameiginlegan stigagang. Forstofuherbergi með góðum sérhönnuðum fataskáp. Hjónaherbergi er rúmgott með stórum sérhönnuðum fataskáp. Barnaherbergi með glugga til vesturs. Eldhús með fllísum á gólfi, ljósri innréttingu með viðarborðplötu, stórri gaseldavél, háf, uppþvottavél og ísskáp. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, upphengdu salerni, sturtu með glerskilrúmi, handklæðaofni og innréttingu með vask. Stofa og borstofa eru i björtu alrými þar sem eru gluggar á 3 vegu og útgegnt á svalir til vesturs. Frá svölum og borðstofu er útsýni yfir hafnarfjarnarhöfn. Í holi er skápur þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Bílskúr er ca 35 fm að stærð og fyrir framan hann er upphitað bílaplan með einkastæðum þessarar íbúðar fyrir tvo bíla.
Nánari upplýsingar veitir
Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is