Lýsing
Um er að ræða fallega og vel skipulagða 4 herbergja endaíbúð með sérinngangi á 2. hæð með suðursvölum. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu. Birt stærð eignar er 125.2 fm, þar af er íbúðahluti 117.4 fm og sérgeymsla 7.8 fm. auk stæðis í bílageymslu.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX
Eignin skiptist í anddyri, eldhús, stofu / borðstofa / sjónvarpshol, 3 svefnherbergi, baðherbergi, gang, þvottahús, sérgeymslu í kjallara og gott stæði í lokaðri bílageymslu.
Nánari lýsing:
Anddyri: Rúmgott, fataskápur, flísar á gólfi.
Eldhús: Með góðri innréttingu, borðkrókur, bakaraofn, háfur, keramik helluborð, flísar milli skápa, parket á gólfi.
Stofa / borðstofa: Björt og rúmgóð, útgengi út á 7.6 fermetra suður svalir, parket á gólfi.
Sjónvarpshol: Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Stórt, góðir fataskápar, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Rúmgott svefnherbergi, fataskápur, parket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Rúmgott svefnherbergi, fataskápur, parket á gólfi.
Baðherbergi: Með góðri hvítri innréttingu, skápur, baðker, upphengt salerni, flísalagt í hólf og gólf.
Gangur: Parket á gólfi.
Þvottahús: Inn af forstofu er flísalagt þvottahús, hillur, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla: Í sameign er 7. 2 fm sérgeymsla (0002).
Bílageymsla: Vel staðsett og breitt stæði í upphitaðri bílageymslu (B03), ekki skráð í fermetratölu eignar. Rafhleðslustöð er komin í stæðið. Þvottaaðstaða er í bílageymslunni.
Sameign: Snyrtileg sameign. Sameiginleg vagna- og hjólageymsla svo og geymsla fyrir dekk.
Hús og lóð: Í Þórðarsveig 20, 22 og 24 eru samtals 27 séreignir, eitt húsfélag er starfandi fyrir allt húsið. Sameiginleg 3498 fm gróinn lóð og á baklóð sem snýr í suður eru leiktæki. Á lóðinni eru 27 bílastæði í óskiptri sameign.
Staðsetning: Þórðarsveigur 20, 113 Grafarholti. Smellið hér.
Búið að endurnýja í eigninni:
2023 Settir állistar undir opnanleg fög.
2022 Nýtt keramik helluborð.
2020 Nýtt parket á alrými og svefnherbergi.
2020 Nýjar flísar á anddyri og þvottahús.
2018 Nýr háfur og bakaraofn í eldhúsi.
Falleg og vel skipulögð eign á góðum stað í Grafarholti. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóli og leikskóli í göngufæri og verslanir ekki langt frá. Góðar göngu- og hjólaleiðir í næsta nágrenni við Reynisvatn.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala, í síma 893 3276 eða holmar@helgafellfasteignasala.is.
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 79.980,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.