












Lýsing
Miklaborg kynnir: Glæsileg, vönduð og vel skipulögð 83,1 fm íbúð í Smáranum í Kópavogi sem er nútímalegt borgarhverfi þaðan sem stutt er í þjónustu verslana og þjónustu s.s. Smáralind, heilsugæslu, skóla og íþróttaaðstöðu ásamt því sem aðgengi að stofnbrautum og þjónustu almennisvagna er afar auðveld.
Íbúðin eru búin snjalllausnum sem miða að hagkvæmni og þægindum.
Íbúð 213 er 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í Sunnusmára 2, með stæði í bílgeymslu.
Íbúðin er laus til afhendingar.
Upplýsingar veitir Jason Guðmundsson, lögg fasteignasali 8993700 jason@miklaborg.is
Íbúð 213 er 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í Sunnusmára 2, með stæði í bílgeymslu.
Íbúðin er með góðum eldhústækjum m.a. innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Innréttingar í eldhúsi baðherbergjum og svefnherbergjum. Á öllum rýmum er harðparket nema votrými sem eru flísalögð. Gólfhiti er í allri íbúðinni. Sjálfstæð loftræstisamstæða er í íbúðinni.
Eignin skiptist í forstofu með fataskápum. Hiti í gólfum.
Stofa og eldhús í opnu rými þaðan sem útgengt er á svalir.
Tvö svefnherbergi með fataskápum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta. Upphengd salernisskál og vönduð hreinlætistæki frá Tengi ehf. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara er inni á baðherbergi.
Sérgeymsla í kjallara 5,0 fm að stærð.
Falleg lóð með leiktækjum og frábær staðsetning.
Upplýsingar veitir Jason Guðmundsson, lögg fasteignasali 8993700 jason@miklaborg.is