












Lýsing
Miklaborg og Jórunn löggf. kynna: Keilugranda 6 Reykjavík, fallega 3ja herbergja íbúð á 3. hæð, með geymslu í kjallara og stæði í bílageymslu á 1.hæð. Búið að legga rafmagn í bílskúr fyrir rafhelðslu fyrir bíla af húsfélagi, ekki komin sjálf sjórntöðin fyrir hvern eiganda. Eignin er samtals 113 fm og skiptist í íbúð 81,3 fm, bílastæði 26,8 fm og geymsla tæpir 5 fm. Eignin skipar. forstofu, hol, stofa með útgengi út á svalir, eldhús sem er innréttað í U með hvítri innréttingu opið inn í stofu, baðherbergi með glugga og góðri snyrtiaðstöðu, hjónaherbergi með útgengi út á svalir og þaðan nýtur við sjávarútsýnis, barnaherbergi bjart með skáp. Sameiginlegt þvottahús í kjallara, þurkher
Um er að ræða fallega íbúð á einstökum stað á milli Frostaskjóls og Eiðsgranda í vesturbæ Reykjavíkur, þar sem Grandakóli er á næstu lóð, KR íþrótta aðstaða í göngu færi, frístundaheimili, leikvöllur, sjávarströnd og öll helsta þjónusta.
Allar nánari upplýsingar um veitir Jórunn löggf. í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is
Húsið: er byggð árið 1982 og bílskúr árið 1985. Heildarlóð fyrir Keilugranda 2-10 og Rekagranda 1-7 er 11890 fm. Lóðin Keilugrandi 6-8 er hluti af þeirri lóð og tilheyra henii 2/9 hlutar heildarloðaarinnar.
Húsið lítur mjög vel út. Miklar endurbætur hafa átt sér stað á síðastliðnum árum. Sjá upplýsingaskjal seljanda vegna ástands eignar. Inngangur í húsið bæði vestanmegin við húsið og á austurhlið hússins.
Húsfélag: Í húsinu er virkt húsfélag og ekki eru fyrirhugaðar framkvæmdir eða yfirstandandi framkvæmdir. Mánaðarlegur kostnaður vegna hússjóðs: Lóðarfélag kr 3.205-. Framkvæmdasjóður kr. 9.384- Bílageymsla kr. 2.000-. Húsgjald kr. 15.765.-
Nánari lýsing á eigninni: Um er að ræða mjög góða og vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á þriðju hæð með sjávarútsýni til norðurs af svölum frá hjónaherbergi einnig er útgengt út á vestur svalir frá stofu.
Þegar komið er inn í íbúðina af sameiginlegum stigangi er opin forstofa inn í hol og borðstofu. Í forstofu er góður fataskápur. Eldhúsið er innréttað með hvítri innréttingu í U í kringum gluggan sem hleypir mikilli birtu inn í eldhúsið. Eldhúsið er opið inn í borðstofu og stofu en þau alrými eru mjög björt og rúmgóð með útgengi út á vestur svalir horft inn í garðinn.
Svefnherbergin eru 2 bæði björt og með fataskápum. Hjónaherberbergið r með útgengt út á svalir. Baðherbergið er flísalagt að hluta og þar er góð snyrtiaðstaða bæði baðkar, uppengd sturta og innréttig undir handlaug með spegli fyrir ofan. Á baði er gluggi með opnanlegu fagi og aðstaða fyrir þvottavél (einnig niðri í sameign).
- Bílastæði í lokaðri bílageymslu með þvottaaðstöðu, stæði nr 51 fylgir eigninni.
Sameiginlegur garður með leiktækjum. - Einstök eign á frábærum stað
Stutt er bæði í leikskólann Gullborg og Grandaskóla, íþróttasvæði KR í Frostaskjóli er í göngufæri. Stutt í fallegar göngu- og hjólaleiðir við sjávarsíðuna.
Allar nánari upplýsingar um eignihna veitir Jórunn lögg.fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.