Lýsing
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár er aðalhæð hússins 84 fm, kjallari 84 fm, svefnloft 15 fm og geymsla 2,2 fm. Heildin á húsinu er því 185,2 fm og gestahúsið er 12 fm. Samtals 197,2 fm. Áður var eignin skráð sem sumarhús en skráð sem einbýlishús í dag. Leyfilegt er að byggja í viðbót, má vera í heild 400 fm og því margir möguleikar í boði.
Sumarbústaður/einbýlishús skiptist í:
Forstofa með fatahengi, flísum og hita í gólfi.
Eldhús með fínum innréttingum, tengi fyrir uppþvottavél, góðum borðkrók, parket og hita í gólfi.
Stofa er rúmgóð og björt með parketi og hita í gólfi. Hátt til lofts. Útgengi á stóra verönd.
Tvö svefnherbergi með hjónarúmi, kommóðu, parketi og hita í gólfi.
Svefnherbergi með koju, 1.5 niðri og einfalt fyrir ofan. Parket og hiti í gólfi.
Baðherbergi með innréttingu, walk in sturtu, handklæðaofni, upphengdu salerni, hiti í gólfi, flísar í hólf og gólf. Útgengi á veröndina nálægt heita pottinum.
Svefnloftið er rúmgott með parketi á gólfi. Gott geymslupláss undir súð. Skráð 15 fm en er þó stærra þar sem hluti þess er ekki í fullri lofthæð.
Kjallari er undir öllu húsinu, gengið í gegnum geymslurýmið. Í kjallara er stórt þvottahús, tvö stór geymslurými og tómstundarherbergi. Gólfin eru máluð.
Gestahús er við hlið hússins og með yfirbyggða verönd fyrir framan. Í húsinu er svefnherbergi með parketi á gólfi og baðherbergi með salerni, vask og opnanlegum glugga.
Veröndin er stór og kringum allt húsið. Hitaveitupottur fyrir aftan hús ásamt grillskýli. Mörg útiljós fyrir utan og því mjög falleg lýsing á kvöldin. Lóðin er kjarri vaxin á afgirtri eignarlóð. Leiktæki og hænsnakofi á lóðinni.
Húsið og gestahúsið eru byggð árið 2008. Húsið er timburhús og stendur á steyptum kjallara. Klætt að utan með bjálkaklæðningu og litað járn á þaki. Hiti í gólfum á aðalhæð hússins ásamt ofnum. Gott viðhald hefur verið á húsinu. Nýlegar þakrennur. Baðherbergi endurnýjað. Skipt um öll gólfefni og innihurðar á aðalhæð hússins. Nýlegt þak á gestahúsi og grillskýli.
Þar sem eignin er skráð sem einbýlishús í dag þá sér sveitafélagið um snjómokstur að húsinu og einnig hægt að vera með sorptunnur.
Mikil hestamennska á svæðinu, stutt í Hestheima. Aðeins klukkstund frá bænum og korter frá Selfossi. Einungis 2 km frá hringveginum.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali
s. 868 7048 / linda@helgafellfasteignasala.is
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 79.980,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.