












Lýsing
Miklaborg kynnir: Fallega og rúmgóða 3. herbergja íbúð við Fálkahlíð 3, Reykjavík. eignin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, þvottahús, geymslu í kjallara og stæði í bílageymslu.
Nánari upplýsingar veitir Óskar Sæmann í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is
Nánari lýsing
Gengið er inn í íbúð frá inngarði hússins, þar er góður skjólsæll sérafnotareitur. Forstofa með flísum á gólfi og góðum fataskáp. Herbergi er inn af forstofu með parketi á gólfi og fataskáp. Eldhús með parketi á gólfi, dökkri inréttingu og ljósri borðplötu, með ofni í vinnuhæð, innbyggðum örbylgjuofni, helluborði, viftu, innbyggðri uppþvottavél og ísskáp. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta, upphengdu salerni, walk-in sturtu, handklælðaofni og innréttingu með vask. Sér þvottahús er innan íbúðar með borðplötu með skolvask og plássi fyrir þvottavél og þurrkara undir borði, skápur hangir á vegg fyrir ofan borð. Stofa og borðstofa í opnu rými með parketi á gólfi og útgengi út á góðar svalir. Hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataskáp. Geymsla er í kjallara hússins og bílastæði er í bílakjallara.
Nánari upplýsingar veitir
Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 6912312 eða osa@miklaborg.is