Lýsing
Húsið er timburhús á steyptum súlum með standandi viðarklæðningu, stór afgirt timburverönd umhverfis húsið, heitur pottur og geymsluskúr en eins er byrjað að grafa fyrir stækkun á palli og geymsluskúr. Húsið var upphaflega byggt árið 1988 og var þá um 47 fm að stærð en var svo stækkað um rúmlega 60 fm á síðust árum og eldri hlutinn endurnýjaður, klæddur að utan og byggð ný timburverönd.
SMELLTU HÉR til að fá sent söluyfirlit en annars veitir Þórey Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 663 2300 eða thorey@landmark.is
Birt stærð samkæmt HMS frá árinu 2019 er 107,7 fm en í húsinu er rúmgott alrými, þrjú svefnherbergi, svefnloft og tvö baðherbergi.
Nánari lýsing:
Forstofa, flísalögð með fatahengi.
Stofa með fallegum arni, parket á gólfi og útgengt á timburverönd.
Eldhús og borðstofa með hvítri innréttingu, uppþvottavél og parket á gólfi og útgengt timburverönd.
Hjónaherbergi með stórum fataskápum og parket á gólfi.
Baðherbergi innaf hjónaherbergi, flísalagt með innréttingu, upphengdu salerni og walk-in sturtu. Tengi fyrir þvottavél.
Tvö önnur svefnherbergi án fataskápa, parekt á gólfi.
Baðherbergi með innréttingu, upphengdu salerni og sturtuklefa.
Svefnloft með glugga.
Lóðin er 5401 fm leigulóð en gerður verður nýr samningur við kaupendur. Ársleiga í dag 120.000 en einnig er greitt í sumarhúsafélagið um 16.000 kr á ári, aðgangur að rafmagnshliði innifalinn. Fasteigngjöld kr 31.225 pr mánuð en þá er kaldavatnið innifalið og losun á rotþró á 3ja ára fresti innifalin. Eigendur greiða ca 14.600 á mánuði fyrir heita vatnið til Veitna og ca 7.400 kr á mánuði fyrir rafmagn til Rarik.
Vel staðsett hús þaðan sem stutt er á Flúðir, Laugarvatn, Laugarás, Gullfoss og Geysi.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat