Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1955
82,9 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Mjög bjarta og vel skipulagða 4. herbergja íbúð sem telur 82,9 m2 á efstu hæð í þríbýlishúsi við Njörvasund 27 í 104 Reykjavík. Sameiginlegur inngangur með íbúð á miðhæð.Samkvæmt FMR er íbúðarhluti 80,1 m2 auk 2,8 m2 geymslu. Fasteignamat ársins 2025 er 58.250.000 kr.
*** Smellið hér til að sækja söluyfirlit ***
Allar upplýsingar gefur Magnús Þórir Matthíasson löggiltur fasteignasali, sími 8951427, magnus@eignamidlun.is
Eignin telur forstofu, stofu, borðstofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, eldhúsi, geymslu í sameign og þvottahúsi innan ibúðar. Einnig er sameiginlegt þvottahús í sameign.
Nánari lýsing:
Gengið upp teppalagðan stiga upp á stigapall.
Forstofan hefur flísar á gólfi og þar er rúmgott fatahengi.
Hjónaherbergi hefur parket á gólfi og hvítum innbyggðum fataskáp, útgengi út á svalir til austurs.
Barnaherbergin eru tvö, rúmgóð með fataskápum. Parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Hvít snyrtileg innrétting, baðkar, handklæðaofn og upphengt klósett. Opnanlegur gluggi.
Eldhús hefur parket á gólfi og nýlega rúmgóða svarta innréttingu og smekklega eyju. Innbyggð uppþvottavél ásamt innbyggðum ísskáp og frysti.
Stofan er björt og hefur parket á gólfi.
Þvottahús er innaf eldhúsi, þar er vaskur og innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara.
Sér geymsla er í sameign ásamt sameiginlegu þvottahúsi ásamt sameiginlegri geymslu fyrir hjól og vagna.
Eignin var mikið endurnýjuð árin 2022-2023 að sögn eigenda:
*Hurðir, gólefni og skápar þ.e. fataskápar, skápar í þvottahúsi og baðherbergisskápar endurnýjaðir.
*Rafmagn yfirfarið og ný rafmagnstafla sett upp í forstofu.
*Tveir nýjir ofnar settir upp í borðstofu.
*Sprunguviðgerðir á húsinu og í kjölfarið allt húsið málað og einnig tréverk og þakkantur.
Falleg og vel staðsett fjölskyldueign þar sem skólar, verslun og öll almenn þjónusta er í næsta nágrenni.
Nánari upplýsingar veitir:
Magnús Þórir Matthíasson lögg. fasteignasali í síma 895-1427 eða magnus@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
5. maí. 2022
41.900.000 kr.
55.000.000 kr.
82.9 m²
663.450 kr.
31. mar. 2016
25.650.000 kr.
30.000.000 kr.
82.9 m²
361.882 kr.
16. jún. 2011
16.550.000 kr.
21.800.000 kr.
82.9 m²
262.967 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025