Lýsing
Skipting eignar: Eignin er 129 fm þar af er bílskúr 25,9 fm samkvæmt HMS. Íbúðin samanstendur af þremur svefnherbergjum, forstofu, stofu, borðstofu, eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergi.
Húsið er byggt úr timbri á steyptri plötu og klætt að utan með lituðu járni. Þak er klætt með lituðu járni.
Frábær staðsetning í nýju hverfi Þorlákshafnar þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla, íþróttaaðstöðu og falleg útivistarsvæði.
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í rúmgóða forstofu með góðum fataskáp, parket á gólfi.
Stofa / borðstofa: Í alrými, rúmgóð og björt og opin að eldhús. Falleg rennihurð er út á verönd til suðurs, parket á gólfi.
Eldhús: Í alrými með fallegri innréttingu og góðri eyju, tengi fyrir uppþvottavél, spanhelluborð, háfur yfir eyju og bakaraofn, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðum fataskápum, parket á gólfi.
Gangur: Rúmgóður, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Rúmgott herbergi, fataskápur, parket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Rúmgott herbergi, fataskápur, parket á gólfi.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi, falleg innrétting, walk in sturta með gler skilrúmi og upphengt salerni, flísar á gólfi og veggjum
Þvottahús: Með góðri innréttingu, skolvaskur og útgengt út á verönd, flísar á gólfi
Bílskúr: Innbyggður 25,9 fm. bílskúr. Innangegnt frá íbúð.
Húsið: Húsið er byggt úr timbri á steyptri plötu og klætt að utan með lituðu járni. Skráð byggingar ár er 2024. Gólfhiti er í húsinu. Innréttingar eru frá Ikea.
Einstaklega fallegt og vel skipulagt endaraðhús í nýju og spennandi hverfi sem er staðsett í Vesturbyggð sem er glænýtt hverfi í vestur jaðri Þorlákshafnar.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður