Lýsing
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir fjölbýlishús í 104, Reykjavíkurborg
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Snyrtileg og björt 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og sér hita og rafmagni að Efstasundi 89, 104 Reykjavík. Eignin er staðsett í rólegu fjölbýli í vinsælu og grónu hverfi og hefur verið mikið endurnýjuð, m.a. rafmagn, hitakerfi, gólfefni, innréttingar og allt nýmálað.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa með flísum á gólfi og góðu plássi fyrir fatahengi.
Stofa með nýju parketi, opin og björt með góðu flæði inn í önnur rými.
Eldhús með flísum, snyrtilegum IKEA innréttingum, eldavél, háf og vaski.
Baðherbergi ný flísalögð sturta, handklæðaofn og lítil innrétting með vaski.
Svefnherbergi með nýju parketi er rúmgott með stórum fataskáp frá IKEA. Rýmið hentar einnig vel sem vinnuaðstaða.
Sameiginlegt þvottahús með sér hita og tengi fyrir þvottavél og þurrkaðstaða. Rafmagnstafla er ný sem og lagnir og tenglar.
Sérgeymsla fylgir eigninni, u.þ.b. 3 m² staðsett í sameign.
Annað:
Sérinngangur veitir aukið næði og aðgengi
Dýrahald leyfilegt
Nýtt raflagnakerfi sem og hitalagnir og ofnar
Nýtt eldhús, ný flísalögð sturta.
Ný gólfefni á stofu og sefnherbergi
Ljósleiðaratenging
Frábær eign fyrir fyrstu kaupendur eða þá sem vilja hagnýta íbúð með góðu aðgengi og skjólgóðri staðsetningu.
Nánari upplýsingar í síma 4540000 eða kaupstadur@kaupstadur.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.