Lýsing
Virkilega fallega vel skipulagða 79,3 fm. 3ja herbergja endaíbúð á 1. hæð með sérinngang af svölum.
Eignin hefur fengið afar gott viðhald að utan á síðustu árum. 2 rúmgóð svefnherbergi og rúmgóð stofa. Eldhús með fallegri innréttingu. Baðherbergi með flíslagðri sturtu og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara þar inni. Sameign mjög snyrtileg. Fallegt útsýni úr íbúðinni. Eignin skiptist í forstofu, miðrými, tvö svefnherbergi, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi, sameiginlegt þvottahús og sérgeymslu í kjallara. Útgengt á stórar suðvestursvalir bæði frá stofu og hjónaherbergi.
Nánari upplýsingar veita:
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 770-0309 eða th@landmark.is
Sveinn Eyland lögg. fasteignasali.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Flísar á gólfi, fataskápur.
Miðrými: Parket á gólfi.
Stofa / borðstofa: Rúmgóðar og bjartar með parket á gólfi, útgengt á stórar suðvestursvalir. Fallegt útsýni frá stofu.
Svefnherbergi: 2 rúmgóð herbergi bæði með parket á gólfum og fataskápar í báðum. Útgengt frá öðrum herbergi á stórar suðvestursvalir.
Eldhús: Falleg viðar innrétting, flísar á gólfi. Góður borðkrókur við glugga. Uppþvottavél fylgir.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta af veggjum. Flísalagður sturtubotn og sturta aðskilin með öryggisgleri. Falleg innrétting í kringum handlaug, speglaskápur. Aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara þar inni. Opnanlegur gluggi.
Sérgeymsla í kjallara.
Í sameign hússins er hjóla og vagna geymsla ásamt sameiginlegu þvottahúsi og íbúð sem er í útleigu. Leigutekjur renna í hússjóð.
Hússjóður stendur vel og er leigurými sem tilheyrir sameign hússins þar sem leiga rennur í hússjóð.
Um er að ræða góða og vel staðsetta eign, örstutt í leik- og grunnskóla og öll önnur þjónusta skammt frá.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat