Freyja Rúnars löggiltur farsteignasali tekur á móti áhugasömum. Verið velkomin.
Lýsing
Björt og sjarmerandi 4ra herbergja íbúð á annarri hæð og í risi í þríbýlishúsi í bakhúsi við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. ** Þrjú svefnherbergi. ** Baðherbergi og gestasalerni. **Allir gluggar í íbúð endurnýjaðir fyrir utan einn. **Skolplögn undir húsi endurnýjuð/fóðruð. **Rafmagnstafla í íbúð endurnýjuð. **Gott aðgengi að húsi og opið leiksvæði við húsið.
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
Birtar stærðir skv. HMS: Íbúð er 56,9 fm merkt 01 0201 og ris (skráð sem geymsluloft) merkt 01 0202 er 8,4 fm, samtals 65,3 fm að stærð en eru nýtanlegir fermetrar í risi mun fleiri þar sem gólfflötur þar er 31,4 fm.
Nánari lýsing eignar:
Stigi upp í íbúð frá stigapalli er teppalagður.
Hol/gangur með parket á gólfi.
Stofa er með parket á gólfi, þaðan er stigi upp í risið.
Eldhús er að hluta til undir súð, eldhústæki voru endurnýjuð 2024 þ.e. bakaraofn, helluborð og vifta. Tengi fyrir uppþvottavél. Flísar á gólfi.
Tvö svefnherbergi eru á hæðinni með parket á gólfi.
Baðherbergi var endurnýjað 2008-2009, flísalagt í hólf og gólf með hitalögn í gólfi, walk in sturta og baðkar, tengi fyrir þvottavél og opnanlegur gluggi.
Risloft er mjög rúmgott og eru nýtanlegir fermetrar þar mun fleiri en skráðir. Þar er svefnherbergi og gestasalerni.
Svefnherbergi í risi er rúmgott og bjart með þakglugga.
Gestasalerni í risi er með salerni og vaski, málað gólf og opnanlegur gluggi.
Þvottahús er sameiginlegt í kjallara.
Auðvelt aðgengi bíla er að húsinu, garðurinn er skjólgóður og umhverfið í kring afar friðsælt. Búið er að grafa fyrir verönd í garði sem á eftir að klára að útbúa. Opið leiksvæði er við húsið.
Húsið sjálft og íbúðin hefur fengið gott viðhald/endurnýjun í gegnum árin:
2024: Eldhústæki endurnýjuð, ofn, helluborð og vifta ásamt því að tengi fyrir eldavél var endurnýjað. Þrýstijafnari fyrir íbúðina í þvottahúsi endurnýjaður.
2022: Járn og pappi á þaki endurnýjað ásamt þakrennum, einn gluggi endurnýjaður í risi.
2020: Lagnir undir húsi endurnýjaðar og fóðraðar.
2008-2009: Risið einangrað, íbúð stækkuð og gerð upp. Baðherbergi gert upp og hiti settur í gólf, innréttingar og gluggar endurnýjaðir ásamt ofnum og rafmagni. Neyðarútgangur settur upp við stofuglugga.
Allar nánari upplýsingar veitir: Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat