












Lýsing
Miklaborg kynnir: Glæsilegt sumarhús á besta stað í Vaðnesi rétt við Hvíta. Eignin er skráð 63,4 m2 en auk þess er 15 m2 aukahús sem getur nýst sem gestahús eða annað, heildarstærð er því 78,4 m2. Lóðin er 6.200 m2 eignarland. Mikil náttúrufegurð er á svæðinu.
Hvítárbraut 31A samanstendur af 2 húsum með samtals 78,4 m2 gólffleti og 30 m2 millilofti, staðsett á 6.200 m2 eignarlandi með hitaveitu.
Aðalhúsið, 63,4 m2 ásamt 30 m2 millilofti og var byggt árið 2007 og er með steyptri plötu með gólfhita. Trépallur er umhverfis allt húsið og á honum er heitur pottur. Gengið er inn í flísalagða forstofu. Sömu flísar liggja áfram inn á baðherbergi. Á baðherberginu er auk salernis, sturta, vaskaborð ásamt snyrtiskáp, handklæðaofn og upphengdur skápur. Hægt er að ganga út á pall út úr baðherberginu en þar rétt fyrir utan er heiti potturinn. Úr forstofu er einnig gengið inn í tvö parketlögð svefnherbergi. Engir þröskuldar. Yfir svefnherbergjum, forstofu og baði er svefnloft þar sem er svefnaðstaða fyrir fjóra til átta, eftir því hvernig það er innréttað. Úr forstofu er gengið inn í parketlagt alrými sem samanstendur af eldhúsi, borðstofu og stofu. Úr stofu er hægt að fara beint út á pall. Hátt er til lofts í alrýminu og það bæði gluggaríkt og bjart. Í öllum gluggum hússins eru vönduð tvöföld plís-sól gluggatjöld sem halda hita frá á sumrin og kulda frá á veturna. Aukahúsið, 15 m2, var byggt árið 2019. Trépallur tengir það við aðalhúsið. Húsið er parketlagt, með einfaldri innréttingu, heitu og köldu vatni og ofni. Í dag er aukahúsið nýtt sem geymslu- og vinnusvæði og er með þvottavél og þurrkara, en mætti innrétta sem gestaherbergi.
Eignalandið er mjög gróið með fallegum trjám og miklu fuglalífi. Á svæðinu eru fínar gönguleiðir og mikil veðursæld.
Upplýsingablað seljenda um ástand eignarinnar er hægt að nálgast hjá fasteignasölunni.
Sumarhúsið er í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og innan símastýrðs aðgangshliðs.
Um er að ræða vandaða eign sem hefur verið haldið mjög vel við í einstöku umhverfi.
Nánari upplýsingar veitir Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is