Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1958
86,6 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 19. maí 2025
kl. 17:00
til 17:30
Opið hús: Laugarnesvegur 94, 105 Reykjavík, Íbúð merkt: 04 04 02. Eignin verður sýnd mánudaginn 19. maí 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Laugarnesvegur 94, 86.6 fm 4 herb. íbúð á efstu hæð í góðu vel staðsettu húsi. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð m.a eldhús, baðherbergi, gólfefni, raflagnir og fl. Mjög snyrtileg sameign nýlega máluð og ný teppi á stigagangi. Fint útsýni er til suðurs. Örstutt í útivistarparadísina í Laugardalnum. Húsið hefur hlotið gott viðhald í gegnum tíðina.OPIÐ HÚS ER MÁNUDAGINN 19 MAÍ 2025 KL 17:00-17:30. EIGNIN VERÐUR HVORKI SÝND NÉ SELD FYRIR OPIÐ HÚS.
Söluyfirlit smelltu hér
Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 201-6467, nánar tiltekið eign merkt 04-02, birt heildarstærð 86.6 fm. Þar af er íbúðin skráðir 86,6 fm og sérgeymsla í sameign er ekki að sjá að sé skráð í birtum fm. Svalir eru til suðurs út frá stofu.
Eignin skiptist í: Forstofu/hol, 3 svefnherbergi, alrými sem er rúmgóð stofa og eldhús og baðherbergi.
Nánari lýsing eignarinnar: Tvær íbúðir á stigapalli.
FORSTOFA/HOL : Forstofa/hol með parketi og skápum.
BAÐHERBERGI: Endurnýjað glæsilegt flísalagt baðherbergi með "walk in" sturtu, vegghengdu salerni, sérsmíðaðri innréttingu frá BEYKI og flísar frá ÁLFABORG. Skipt var um allar lagnir á baði í tengslum við þessar fræmkvæmdir.
SVEFNHERBERGI I: Rúmgott parketlagt hjónaherbergi með góðum skápum með rennihurðum.
SVEFNHERBERGI II: Barnaherbergi, parketlagt með skápum.
SVEFNHERBERGI III: Barnaherbergi, parketlagt.
ALRÝMI: Alrýmið er einstaklega rúmgott þ.er rúmgóð STOFA með parketi, opið yfir í bjart og skemmtilega skipulagt ELDHÚS með að mestu endurnýjaðri innréttingu með eyju , nýleg tæki þ.e. bakarofn, hár kæliskápur og lítill frystir í eyjunni sem er innfelldur. Borðkrókur. Búið að koma fyrir tengi fyrir þvottavél í innréttingunni. Alrýmið er eins og önnur meginrými íbúðarinnar lagt nýlegu harðparketi frá PARKA.
SVALIR: Svalir eru til suðurs út frá alrými með ágætu útsýni.
SAMEIGN: Sameignin er mjög snyrtileg , nýlega búið að skipta um teppi og mála. Í kjallaranum eru góð sérgeymsla íbúðarinnar, sameiginlegt þvottahús, þurkherbergi, hjóla og vagnageymsla og sleðageymsla.
MÖGULEG LEIGUHERBERGI: Húsfélagið á leiguherbergi sem hægt hefur verið að fá leigð fyrir íbúa hússins.
HLEÐSLUSTÆÐI: Hleðslustöðvar voru settar upp á vesturenda hússins til notkunar fyrir íbúa.
FRAMKVÆMDIR Á HÚSI SEM BÚIÐ ER AÐ FRAMKVÆMA: (2019-2022) Steypuviðgerðir á austur-, vestur- og suðurhlið aðallega í og við glugga og svalir og inná svölum. Svalir slípaðar og flotaðar, yfirföll boruð á svalir. Sléttir fletir á svölum og handrið máluð, gert við glugga og þeir málaðir á suður og austurhlið. Skipt um gler þar sem þurfti á þeim hliðum. Skipt um þakjárn á brattari hlið þaks (sunnan megin) og þak málað. Handrið á vestari hjólageymslu og sléttir fletir kringum það málað. Bíslög máluð. Skipt um þil á stigagöngum (sett samfelt gluggaþil til samræmis við upprunalega teikningu) á norðurhlið húss. Stigagangur tekinn í gegn 2021 nýtt teppi, allt málað og gert fínt
Skolplagnir: Skipt um klóakarör frá fallstamma og út úr húsi fyrir alla fjóra fallstammana í blokkinni.. Skólp stammar teknir í gegn 2022 í kjallara. GARÐUR: 2023 var garður tekinn í gegn.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn M. Friðgeirsson Löggiltur fasteignasali, í síma 899-1882, tölvupóstur thorarinn@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
3. des. 2019
41.600.000 kr.
41.900.000 kr.
86.6 m²
483.834 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025