Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1960
63,7 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 20. maí 2025
kl. 17:00
til 18:00
Opið hús: Goðheimar 15, 104 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 03 01. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 20. maí 2025 milli kl. 17:00 og kl. 18:00.
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Eignamiðlun kynnir Goðheimar 15, björt og falleg risíbúð í eftirsóttu hverfi. Íbúðin er þriggja herbergja og er 60,3 fm og þar að auki er geymsla sem er á hæðinni og er 3,4 fm. Alls er því eignin 63,7 fm að stærð. Hluti íbúðarinnar er undir súð og því gólfflötur stærri.Stutt er í alla þjónustu ss. grunnskóla, framhaldsskóla, leikskóla, verslun og þjónustu. Stutt í Laugardalinn.
Nánari upplýsingar gefur Rögnvaldur Örn Jónsson löggiltur fasteignasali í síma 660-3452 eða á rognvaldur@eignamidlun.is
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Nánari lýsing eignarinnar:
Stigapallur með fataskáp.
Stofa er björt og rúmgóð með góðu útsýni yfir borgina.
Hjónaherbergi er með fataskápum og með útgengi útá góðar suðursvalir.
Barnaherbergi er með góðu útsýni.
Eldhús er með nýlegri innréttingu og nýlegum tækjum. Helluborð, ofn, innbyggð uppþvottavél og innbyggður ísskápur.
Baðherbergi er nýlega tekið í gegn. Er með sturtu, vaskainnréttingu, upphengt klósett, handklæðaofn og er flísalagt í hólf og gólf.
Á hæðinni er geymsla og geymsluskápur. Ennig er aðgengi að háalofti innan úr íbúð.
Sameign er snyrtileg og með sameiginlegu þvottahúsi.
Endurbætur á húsinu á síðustu árum:
- Viðgerðir á austur útvegg, lokið 2023
- 2022 -2023 lagfæring á frárennsli og neysluvatni
- 2017-2018 skipt um gler, drenað, hús múrviðgert, hús málað og þak yfirfarið
- 2020 þakkantur þéttur
- 2005 skipt um rafmagnstöflu
Endurbætur á íbúð á síðustu árum:
- 2021 nýtt parket lagt á alla íbúðina og íbúð máluð
- 2022 baðherbergi endurnýjað, ný frárennslislögn í gólf, nýtt klósett, ný innrétting, ný sturta, handklæðaofn og nýjar flísar
- 2025 eldhús gert upp. Öllu skipt út. Tæki og innrétting frá Ikea.
Falleg eign í húsi sem hefur verið vel við haldið. Frábær fyrstu kaup.
Nánari upplýsingar veitir Rögnvaldur Örn Jónsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6603452, tölvupóstur rognvaldur@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
11. des. 2020
36.850.000 kr.
34.700.000 kr.
63.7 m²
544.741 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025