Opið hús: Suðurbraut 12, 220 Hafnarfjörður, Íbúð merkt: 02 03 02. Eignin verður sýnd sunnudaginn 18. maí 2025 milli kl. 13:00 og kl. 13:30.
Lýsing
Virkilega fallega 3ja herbergja 68,2 fm. endaíbúð ásamt 28 fm. bílskúr við Suðurbraut 12 á þriðjuhæð ( efstu ) vel staðsett á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði.
✔ Nýlegt baðherbergi og hluti af eldhúsi.
✔ Endaíbúð með gluggum á þrjá vegu.
✔ 2 svefnherbergi og suðvestursvalir.
✔ 28 fm. bílskúr, Heitt og kalt vatn þar inni. Nýleg bílskúrshurð.
Skipting eignar: Sameigninlegur inngangur, forstofa, hol, tvö svefnherbergi, stofa, eldhús með borðkróki, baðherbergi og sérgeymsla auk þess er sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla.
Nánari upplýsingar veita:
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 770-0309 eða th@landmark.is
Júlíus Jóhannsson lögg. fast.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa / miðrými: Korkflísar á gólfi, fatahengi.
Stofa / Borðstofa: Rúmgóð og björt með parket á gólfi, útgengt á suðvestursvalir. Frábært útsýni.
Eldhús: Falleg innrétting, nýlegar borðplötur. Korkflísar á gólfi. Góður borðkrókur við glugga.
Svefnherbergi: 2 herbergi, bæði með parket á gólfum, fataskápar í báðum herbergjum.
Baðherbergi: Nýlega standsett. Flísar á gólfum og veggjum. Flísalögð sturta, aðskilin með öryggisgleri. Upphengt salerni og falleg innrétting í kringum handlaug. Handklæðaofn. Opnanlegur gluggi þar inni.
Sérgeymsla í kjallara ásamt sameiginlegu þvottahúsi og hjólageymslu.
Bílskúr er 28 fm. með nýlegri bílskúrshurð með gönguhurð. Sjálfvirkur opnari á bílskúrshurð. Heitt og kalt vatn. Bílastæði fyrir framan bílskúr.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat