Lýsing
Glæsilega og einstaklega vel skipulögð 2ja herbergja íbúð á þriðju og efstu hæð með góðum suðursvölum í snyrtilegu lyftuhúsi við Andrésbrunn 5.
Endurbætur:
- Nýlega endurnýjað þak.
- Ný svalahurð og gluggar að hluta.
- Nýtt parket á gólfum.
- Nýjar hurðar frá Parka.
- Nýjar flísar á baðherbergi, gangi og þvottahúsi.
- Íbúðin er nýmáluð.
- Ný blöndunartæki í eldhúsi.
- Ný eldavél.
- Nýjar flísar á milli borðplötu og efri skápa í eldhúsi.
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 69,50 fermetrar, þar af er geymslan 6,6 fermetrar.
Nánari lýsing:
Anddyri með nýlegum gólfefnum, hita í gólfi og góðum fataskáp.
Rúmgott svefnherbergi með nýlegu parketi og stórum fataskáp.
Eldhús með fallegri upprunalegri innréttingu, nýrri eldavél og nýjum flísum á milli efri og neðri skápa. Tengi fyrir uppþvottavél og hiti í gólfi.
Stofa er björt og rúmgóð með útgengi á suðursvalir. Eldhús, stofa og alrými tengjast í opnu og björtu rými.
Baðherbergi með nýlegum flísum á gólfi, flísar eru í parkets stíl. Góð innrétting með skápum við vask, vegghengt klósett, baðkar með sturtu og hiti í gólfi. Flísar á hluta veggja.
Þvottahús er innan íbúðar og er rúmgott með plássi fyrir bæði þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla er 6,6 fermetrar og er staðsett á jarðhæð ásamt sameiginlegri hjólageymslu.
Stutt er í alla helstu þjónustu, leik- og grunnskóla, verslanir og almenningssamgöngur.
Nánari upplýsingar veitir:
Baldur Jezorski - löggiltur fasteignasali
baldur@fastgardur.is / sími 450-0000
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður