Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ingólfur Geir Gissurarson
Heiðar Friðjónsson
Snorri Snorrason
Óskar H. Bjarnasen
Snorri Björn Sturluson
Elín Alfreðsdóttir
Vista
svg

106

svg

98  Skoðendur

svg

Skráð  22. maí. 2025

atvinnuhúsnæði

Borgahella 9

221 Hafnarfjörður

88.000.000 kr.

502.857 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2330062

Fasteignamat

0 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2025
svg
175 m²
svg
0 herb.

Lýsing

Valhöll fasteignasala kynnir glæsilegt steypt atvinnuhúsnæði við Borgahellu 9 í Hafnarfirði. Næg bílastæði. Svalir út frá hverju bili. Mikil lofthæð. Háar innkeyrsluhurðir. Mögulegt að gera ósamþykktar íbúðir á efri hæðum. 

Húsnæðið er til sölu en einnig er hægt að leigja það.


Um er að ræða bil merkt 01-0112. Bilið er 175 fm endabil á tveimur hæðum. Neðri hæðin er skráð 87,4 fm á stærð og efri hæðin 87,6 fm. Fyrir framan bilið er 40 fm sérafnotaflötur undir bílastæði. Þá eru einnig opin bílastæði við lóðarmörk.

Mögulegt er að kaupa einnig bilið hliðiná og hafa opið á milli bilana sé kaupandi að leitast eftir að sameina tvö bil.

Húsnæðið er staðsteyp og selt á byggingarstigi 3 - fullgerð bygging að utan og tilbúið undir tréverk að innan. Lóð fullkláruð.

Lofthæð á 1. hæð: 4,5 fm

Lofthæð á 2 hæð: 2,5 fm - 4,5 m

Lofthæð á innkeyrsluhurð: 4,20 m

Afhending maí - júní 2025. Bílaplanið verður samt ekki malbikað fyrr en í lok sumars.

Nánari upplýsingar veitir:
Óskar H. Bjarnasen löggiltur fasteignasali / lögfræðingur í síma 691-1931 eða oskar@valholl.is
Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is

Nánari lýsing:

Frágangur iðnaðarbila:
Veggir: Allir veggir iðnaðarbilana eru slípaðir, grunnaðir og málaðir. Ekki verða settir upp neinir milliveggir nema á baðherberginu á 1 hæð. Léttur milliveggur á baðherbergi er grindaður með blikki og klæddur með OSB og gifsi. 
Gólfefni: Gólfið á 1 hæð er vélslípað. Gólfin á 2. hæð eru steypt og slödduð. Svalir eru glattaðar.
Loft: Steypt loft er slípað, grunnað og málað. Á 2. hæð eru stálbitar og sperrur, búið verður að ganga frá rakavarnarlaginu en ekki taka loftið niður. Lýsingin verður fest í sperrur, reiknað er með að kaupandi gangi endanlega frá lofti á 2. hæð.
Hurðir: EL-60 eldvarnar hurð frá Glófaxa á brunagangi, máluð í hvítum lit, RAL 9010. Aðrar innihurðir fylgja ekki. Bílskúrshurðir frá Vögnum og Þjónustu. Útidyrahurðir frá Strúktúr.
Baðherbergi: Á baðherbergi á 1. hæð er búið að koma fyrir upphengdu klósetti og vaski frá Grohe eða sambærilegu.
Hitakerfi: Iðnaðarbilin skilast með lagnagrind sem auðvelt er að bæta við. Lagnir eru samkvæmt teikningu. Einn iðnaðarblásari er í hverju rými til upphitunar. Reiknað er með ofnum á efri hæð sem kaupandi sér um að koma fyrir. 
Lýsing: Iðnaðarlampar á efri og neðri hæð. Út/Exit ljós ásamt neyðarlýsingu. Kubbaljós fyrir framan hvert bil. Kúpull á baðherbergi niðri.
Loftræsi-, vatns- og þrifalagnir: Loftræsting á baðherbergi niðri. Ásamt túðu á efri hæð.
Rafmagns og sjónvarpslagnir: Rafmagnstafla er tilbúin í hverju bili með 63 ampera 3 fasa tengli. Ljós og bílskúrhurðaropnari verða tengd. Fjarskiptakapall er komin í húsið við inntaksgrind.
Handrið: Handrið innanhúss er úr stáli, og duftlakkað í RAL 7016 lit.
Handrið utanhúss er úr heitgalvaniseruðu stáli duftlakkað í RAL7016.

Frágangur utanhúss:
Byggingin er að öllu leyti frágengin að utan.
Veggir utanhúss: Veggir eru staðsteyptir og einangraðir að utanverðu, klædd með smábáru. Sjá þrívíddarmyndir til glöggvunar á útliti.
Svalir: Svalagólf eru steypt. Svalahandrið er stál duftlakkað í RAL 7016. Útiljós og rafmagnstengill er á svölum. 
Gluggar og hurðir: Gluggar, svalahurðir og útidyrahurðir eru frá Strúktúr. Danskir gluggar, bæði hönnun og framleiðsla. Gluggar og hurðir eru úr álklæddu timbri. Opnanleg fög með barnalæsingu.
Bílskúr: Bílskúrshurðir eru frá Vögnum og Þjónustu og Hurðarskellir setti þær í.

Lóð:
Lóðarfrágangi lokið.
Malbikað plan með góðum niðurföllum.
Olíuskilja er á lóðinni svo leyfilegt er að þrífa bíla.
Sérmerktur afnotareitur.
Sameiginlegar sorpgeymslur.

Nánari upplýsingar veitir:
Óskar H. Bjarnasen löggiltur fasteignasali / lögfræðingur í síma 691-1931 eða oskar@valholl.is
Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögmaður í síma 699-4407 eða snorribs@valholl.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.



 

Valhöll fasteignasala

Valhöll fasteignasala

Síðumúla 27, 108 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
18. ágú. 2021
36.750.000 kr.
106.000.000 kr.
382 m²
277.487 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Valhöll fasteignasala

Valhöll fasteignasala

Síðumúla 27, 108 Reykjavík
phone