Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sverrir Pálmason
Vista
svg

647

svg

573  Skoðendur

svg

Skráð  19. jún. 2025

einbýlishús

Lækjargata 4b

580 Siglufjörður

39.900.000 kr.

350.615 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2130743

Fasteignamat

26.050.000 kr.

Brunabótamat

49.100.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1914
svg
113,8 m²
svg
2 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Fasteignamiðlun kynnir eignina Lækjargata 4, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0743 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Lækjargata 4 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0743, birt stærð 113.8 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Mörtuskjól
er einbýlishús í hjarta Siglufjarðar með geymsluskúr og timburpalli. Eignin hefur verið mikið uppgerð eins og vatnslagnir, gluggar, þak, klæðning og skúr. Eignin samanstendur af forstofu, eldhúsi, stofu, baðherbergi, þremur herbergjum, þvottahúsi og geymslu. Haldið hefur verið í upprunlegan stíl eignarinnar við endurbyggingu. Gólf neðri hæðarinnar var lækkað og því góð lofthæð. 

Forstofa: er með ágætis fatahengi og parket á gólfi. 
Eldhús: er með nýlegum innréttingum með góðu skápaplássi og er opið inn í stofu. 
Stofa: er í opnu rými með parket á gólfi. Gott gluggapláss er í stofu og útgangur út á timburpall. 
Baðherbergi: er með frístandandi sturtuklefa, hvítri innréttingu, vask og gólftengdu salerni. 
Svefnherbergi: eru þrjú talsins. Eitt er á efri hæð eignarinnar og tvö á neðri hæð. 
Þvottahús: er á neðri hæð með steyptu gólfi og innréttingu. Sér útgangur er af neðri hæðinni út. 
Geymsla: er inn af þvottahúsi. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Fasteignamiðlun

Fasteignamiðlun

Grandagarði 5, 101 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
23. okt. 2007
2.334.000 kr.
800.000 kr.
68 m²
11.765 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignamiðlun

Fasteignamiðlun

Grandagarði 5, 101 Reykjavík