Lýsing
Miklaborg kynnir: Stílhrein og vel skipulögð íbúð í huggulegu samfélagi eldri borgara í Hafnarfirði þar sem stutt er í verslanir og heilbrigðisþjónustu. Íbúðin sjálf er skráð 69,3 fm en til viðbótar er 8,8 fm geymsla, samtals 78,1 fm. Íbúðin er á jarðhæð.
Forstofan er rúmgóð með innbyggðum fataskápum. Baðherbergið er rúmgott og vel búið, með góðu skápaplássi, aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Sturta og opnanlegt fag. Svefnherbergið er notalegt og búið góðum fataskápum. Alrýmið, sem samanstendur af eldhúsi, borðstofu og stofu, er bjart og rúmgott. Útgengt er úr stofunni á skjólgóðar. Á gólfum íbúðarinnar er parket en flísar inn á baðherbergi. Sérgeymsla er í kjallara sameignar.
Sameign hússins er stór og vel útbúin.
Hér er á ferð björt og falleg íbúð í notalegu umhverfi sem hentar einstaklega vel fyrir eldri borgara.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is