Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2006
102,4 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Lyfta
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Falleg þriggja herbergja 102,4 fm endaíbúð með glæsilegu útsýni á 3.hæð. Eignin er mjög björt og tekur vel á móti manni. Gott skipulag sem telur tvö svefnherbergi, stofu og eldhús í opnu rými, baðherbergi, þvottahús / búr, geymslu, hjóla- og vagnageymslu. Rúmgóðar svalir.***Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit***
Nánari lýsing:
Rúmgóð forstofa með góðum fataskápum. Parket á gólfi.
Gangur, leiðir inn í aðrar vistaverur. Parket á gólfi.
Hjónaherbergið er rúmgott með miklum fataskápum. Parket á gólfi.
Herbergi II er rúmgott með fataskáp. Parket á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtu. Snyrtileg innrétting ásamt upphengdu salerni.
Eldhús/stofa/borðstofa eru saman í opnu og flæðandi rými þar sem gengið er út á rúmgóðar svalir. Eldhúsinnrétting með miklu skápaplássi og rúmgóðri eyju. Steinn á borðum frá S. Helgasyni. Stofurýmin eru björt og með miklu útsýni. Gluggar á tvo vegu. Parket á gólfi.
Þvottahús er inn af eldhúsi, með skolvaski, snúrum ásamt geymsluplássi.
Góð geymsla ásamt vagna- og hjólageymslu er á jarðhæð.
Næg bílastæði eru fyrir framan hús og einnig er búið að setja upp fjórar hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla.
Nánari upplýsingar veitir:
Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignasali, í s:867-0968 eða unnar@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
16. mar. 2007
21.300.000 kr.
23.000.000 kr.
102.4 m²
224.609 kr.
28. jún. 2006
11.040.000 kr.
104.656.000 kr.
536.7 m²
194.999 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025