Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2006
151,7 m²
5 herb.
1 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sérinngangur
Opið hús: 9. júlí 2025
kl. 17:00
til 17:30
Opið hús miðvikudaginn 9. júlí milli kl. 17:00 og 17:30
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
**Opið hús miðvikudaginn 9. júlí milli kl. 17:00 og 17:30**Bjart og fallegt fimm herbergja 151,7m² einbýlishús með bílskúr. Vel staðsett hús í Tjarnarhverfi sem vert er að skoða. Fjögur rúmgóð svefnherbergi. Sólpallur með heitum potti. HTH innréttingar á eldhúsi og baði.
Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 151,7m², flatarmál íbúðarrýmis er 125,7m² og flatarmál bílskúrs er 26m². Fyrirhugað fasteignamat 2026 er kr. 92.200.000.
Smellið hér til að fá söluyfirlit sent strax
Nánari lýsing.
Forstofa: Rúmgóð flísalögð forstofa, stór og góður forstofuskápur.
Eldhús: HTH innrétting. Mikið skápa- og skúffupláss ásamt góðu borðplássi. Flísar á milli efri og neðri skápa. Tengi fyrir uppþvottavél. Flísar á gólfi.
Stofa/borðstofa: Eru í opnu björtu rými í framhaldi af eldhúsi, mikil og góð lofthæð. Parketdúkur á gólfi og útgengt út á sólpall frá stofu.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott með fataherbergi. Parketdúkur er á gólfum.
Barnaherbergi 1: Rúmgott herbergi með fataslá og kommóðu, parketdúkur á gólfi. Svefnloft er yfir hluta herbergis.
Barnaherbergi 2: Rúmgott herbergi með fataskápum og parketdúk á gólfi.
Barnaherbergi 3: Rúmgott herbergi með fataskáp, parketdúkur á gólfi. Þetta er herbergi sem er hluti af bílskúr. Auðvelt að breyta til baka og stækka bílskúrinn aftur.
Baðherbergi: HTH baðinnrétting, ljósar flísar á gólfi og fyrir ofan innréttingu. Vegghengt salerni og sturtuklefi.
Þvottahús: Rúmgott þvottahús er innaf forstofu, hvít innrétting og skolvaskur. Flísar á gólfi.
Bílskúr: Gengið i gegnum þvottahúsið inn í bílskúr. Búið er að taka af bílskúr til að gera fjórða svefnherbergið.
Geymsluloft: Yfir hluta bílskúrs er gott geymsluloft sem gengið er upp í úr holi innan við forstofu.
Lóðin: Rúmgóður sólpallur með heitum potti. Hellulögð aðkoma að húsi og framan við bílskúr. Gras á lóð fyrir aftan hús.
Eftirsótt staðsetning í göngufæri við búð, leikskóla og skóla. 20 mín fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Nánari uppl.
Brynjar Þór Sumarliðason löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í síma 896 1168 - brynjar@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
28. mar. 2023
67.050.000 kr.
79.450.000 kr.
151.7 m²
523.731 kr.
22. maí. 2007
21.665.000 kr.
26.800.000 kr.
151.7 m²
176.664 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025