Lýsing
Stutt er í alla helstu þjónustu, gönguleiðir í Elliðarárdalnum, leik- og grunnskóli, þjónustumiðstöðin í Hólagarði, læknaþjónusta og Menningarmiðstöðin í Gerðubergi ásamt fjölbreyttir íþróttastarfsemi sem blómstrar í hverfinu.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.is
Forstofa er með flísum á gólfi og skápaop.
Stofa er með harðparketi á gólfi og þaðan er útgengt í garð með steyptri verönd.
Eldhús er með harðparketi á gólfi, viðarinnrétting, svartir neðri skápar og hvítir efri skápar ásamt flísum á milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergin eru 4 og eru með parketi á gólfi og eru skápar í tveimur herbergjum.
Baðherbergin eru tvö annað á neðri hæð og þar eru dúkflísar á gólfi, upphengt wc, skápur og handklæðaofn. Á efri hæð eru flísar í hólf og gólf, baðkar með sturtu, upphengt wc, handklæðaofn, skúffur undir vask, skápur og gluggi með opnanlegt fag.
Þvottahús er með stein á gólfi ásamt hillum og upphengi.
Geymsla er með harðparketi á gólfi og skápum. Einnig er háaloft.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.