Lýsing
Eggert löggiltur fasteignasali verður á staðnum.
STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Glæsilegt og mikið endurnýjað hús sem er samtals 156 fm en þar af eru 16 fm ekki í heildarfm tölu hússins. Tvær íbúðir í húsinu og eru báðar í útleigu og gefa góðar leigutekjur á mánuði. Járn og pappi í þaki hefur var endurnýjað 2022, húsið var málað fyrir utan 2023, pallur gerður 2023 ásamt heitum potti, geymsluskúr er í garði sem fylgir í kaupum þessum. Þá er líka bílskúrsréttur sem fylgir þessari eign.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.is
Stutt er í alla helstu þjónustu eins og t.d. leik- og grunnskóla ca 300m, framhaldsskóla ca 350m, World Class og sundlaug 400m, einnig er bókasafn 200m rétt hjá ásamt annarri almennri þjónustu.
Forstofa er með flísum á gólfi og upphengi Hol er með harðparketi á gólfi. Stofa er með harðparketi á gólfi og þaðan er útgengt á suðvestur sólpall sem heitum potti, úr stofu er timburstigi upp á efri hæð hússins. Svefnherbergin eru níu og eru með harðparketi á gólfi og skápar í flestum herbergjum. Baðherbergin eru tvö og er aðalbaðherbergi með flísum á gólfi, baðkar með sturtu, hillur, vaskur. Baðherbergi í fram íbúð er með flísum á gólfi, sturtuklefi og vaskur. Þvottahús í báðum og eru á baðherbergjum. Geymsla lítil efri hæð og geymsluskúr í garði. Heildareignin er skráð 140,5 fm skv. Fasteignaskrár EN viðbótarfm eru 16.
Seljandi hefur ekki búið í eigninni og þekkir því ekki ástand hennar að fullu og selst húsið í því ástandi sem það er. Ekkert húsfélag er starfrækt í húsinu.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.