Sveinn Eyland lögg.fasteignasali á staðnum.
Lýsing
Um er að ræða vel skipulagða og rúmgóða 3ja herbergja 174.7 fm neðri hæð í tvíbýlishúsi við Gulaþing 32 í Þingahverfinu í Kópavogi.
Sérinngangur er í íbúð sem að er með afgirtri verönd til suðurs og grænt svæði þar á bakvið og svo eru rúmgóðar 9.2 fm norður-svalir sem að heimilt væri að loka.
Stórglæsilegt útsýni er úr íbúð yfir Elliðavatn, átt að Esjunni, Skálafell og víðar.
Húseignin er öll klædd að utan og er um nánast viðhaldsfrítt hús að ræða, gott bílaplan fram við húseign.
Birtar stærðir skv. Þjóðskrá Íslands:
Íbúð með geymslu er 132.5 fm merkt 01-02-07 og bílskúr er 42.2 fm merkt 01-01-13 alls 174.7 fm.
Upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900 820 eða sveinn@landmark.is
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGN STRAX HÉR.
Eignin skiptist í:
Forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, herbergjagang, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, innbyggðan bílskúr og rúmgóða geymslu þar innaf.
Afgirt suður-verönd og grænt svæði þar á bakvið.
Nánari lýsing á eign:
Komið er inn í forstofu úr opnu stigahúsi (sérinngangur) og eru hvítir innbyggðir fataskápar í forstofu, gólfhiti í fortstofurými.
Á vinstri hönd þegar komið er inn úr forstofu er herbergjagangur og á hægri hönd er stofa, borðstofa og eldhús.
Stofa, borðstofa og eldhús er í opnu og björtu rými og er glæsilegt útsýni úr stofu í átt að Elliðavatni, Esjunni, Skálafell og víðar, útgengi úr stofu á flísalagðar norður-svalir sem að heimilt væri að loka með svalalokunum.
Eldhús er með mjög snyrtilegri eldhúsinnréttingu með eldhúseyju, vönduð eldhústæki, gott skápapláss í innréttingu og eyju (mögulegt að setja helluborð í eyju), innbyggð uppþvottavél í innréttingu, gert er ráð fyrir einföldum ísskáp í innréttingu, steinn er í borðplötu og eyju í eldhúsi, veggfastur skenkur er í framhaldi af eldhúsinnréttingu.
Innaf herbergjagangi eru tvö mjög rúmgóð svefnherbergi með fataskápum, gluggar til suðurs út á verönd í herbergjum, útgengi úr hjónaherbergi út á afgirta skjólgóða suður-verönd og til suðurs bakvið verönd er grænt svæði.
Baðherbergi er með fallegum flísum á gólfi frá PARKA, og flísar á veggjum, baðkar með innbyggðum blöndunartækjum og skemmtileg næturlýsing er undir baðkari, Walk-in sturtuklefi með glerskilrúmi, vegghengt salerni, góð vaskinnrétting og speglaskápar á vegg ofan við vask, handklæðaofn á vegg, gólfhiti er á baðherbergi.
Þvottaherbergi er við hlið baðherbergis og er rúmgott með innréttingu undir þvottavél og þurrkara, skolvaskur í innréttingu, handklæðaofn og eins er gólfhiti í þvottaherbergi.
Innbyggður bílskúr er á jarðhæð undir íbúð og er hann mjög rúmgóður með góðri lofthæð, rafdrifin bílskúrshurð.
Sérgeymsla er innaf bílskúr. Sameiginleg hjóla/vagnageymsla á jarðhæð.
Gólfefni: Olíuborið eikarparket og flísar á gólfum eignar.
Íbúðin var öll meira og minna endurnýjuð fyrir ca. 4 árum síðan, flísar á baðherbergi, gólfefni íbúðar og innihurðar eru frá frá PARKA og þá sprautulökkuðu eigendur eldhúsinnréttingu.
-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar mig allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s: 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat