Lýsing
Viltu fasteignir kynna rúmgóða og vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í góðu lyftuhúsi í Núpalind 6. Stutt í bæði skóla og leikskóla auk allrar helstu þjónustu. Miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Gott útsýni og yfirbyggðar svalir.
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 98,9fm og er geymsla þar af 5,3fm.
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Allar nánari upplýsingar veita:
Elísabet Kvaran löggiltur fasteignasali í síma 781-2100 elisabet@viltu.is
Karólína Íris löggiltur fasteignasali í síma 772-6939 karolina@viltu.is
Nánari lýsing:
Forstofa/gangur með parketi á gólfi og góðum skáp.
Stofa/borðstofa er rúmgóð með parket á gólfi. Útgengt á yfirbyggðar svalir.
Eldhús með snyrtilegri innréttingu og góðum borðkrók,opið er inn í stofuna. Parket er á gólfi.
Hjónaherbergi rúmgott með innbyggðum fataskáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi II er rúmgott með parketi á gólfi.
Baðherbergi er rúmgott með bæði sturtu og baðkari, góðri innréttingu og flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús/geymsla er innan íbúðar, vel skipulagt með flísum á gólfi og fallegri hvítri innréttingu og vaski.
Geymsla íbúðar er í sameign á jarðhæð.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla
Hér er listi yfir endurbætur:
2022
Baðherbergi: Ný blöndunartæki í sturtu.
2023
Baðherbergi: Ofn fjarlægður af vegg. Handklæðaofn settur upp.
Þvottahús: Veggir og loft máluð.
Lagnir í vegg færðar til og innrétting sett upp.
2024
Gangur: Veggir og loft máluð.
Flísar fjarlægðar af gólfi og parketlagt með parketinu úr svefnherbergjunum.
Hurðar og karmar málað hvítt og skipt um hurðahúna.
Svefnherbergi: Veggir og loft máluð.
Nýtt parket lagt á gólfin.
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.