Lýsing
Kaupstaður fasteignasala kynnir í einkasölu Álfhólsveg 41, íbúð 202, 200 Kópavogi. Hús teiknað af Kjartani Sveinsssyni með útsýni yfir Fossvoginn og Skerjafjörðinn Smellið hér fyrir staðsetningu.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG TILBOÐSGERÐ Á SÖLUSÍÐU EIGNARINNAR.
Álfhólsvegur 41 er þriggja herbergja íbúð á annari hæð í tveggja hæða steinsteyptu fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Íbúð á hæð 71m² og bílskúr 19,1m², samtals 90,1m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag íbúðar: forstofa, eldhús, stofa, tvö herbergi, baðherbergi, þvottahús, svalir og bílskúr. Sameign: hjóla- og vagnageymsla, sérgeymsla.
Nánari lýsing:
Forstofa, tvöfaldur fataskápur, harðparket.
Eldhús, eldri innrétting, eldavél, stálvaskur, vifta. Ísskápur getur fylgt.
Stofa, parketlögð, úr stofu er útgengt á svalir til norðurs.
Svalir, steypt gólf, rúmgóðar með útsýni yfir Fossvoginn, Skerjafjörðinn og í átt að Esjunni.
Herbergi I, hjónaherbergi, fjórfaldur fataskápur, harðparket.
Herbergi II, harðparket.
Þvottahús/geymsla, málað gólf, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, gluggi.
Baðherbergi, flísalagt gólf, standandi salerni, baðkar, vaskinnrétting.
Bílskúr, steypt gólf, innkeyrslu- og gönguhurð. Undir bílskúr er óskráð rými með sér inngangi af norðurgafli hússins.
Sérgeymsla, steypt gólf, hillur.
Lóð, sameiginlegur, gróinn garður framan og aftan við húsið. Framan við bílskúr eru tvö bílastæði sem fylgja eigninni.
Samkvæmt eignaskiptasamningi:
Birt stærð er 71,0m². Hlutfallstala í Álfhólsvegi 41 mhl. 01 og mhl. 02 er 25,01%. Eignin er 3. herbergja íbúð á 2. hæð, rými 0202 63,8m², og geymsla rými 0004 7,2m². Eigninni fylgir hlutdeild í sameign allra, og hlutdeild í sameiginlegri lóð samkvæmt hlutfallstölum. Eign 0202 fylgir bílskúr 0101 í mhl. 02. Bílskúr 0101 Skiptarúmál 38,750 Hlutfallstala í mhl. 02 er 50,0%. Eignarhald íbúð 0202 í mhl. 01.
Húsið mhl. 01 er kjallari og tvær hæðir, og í því eru fimm íbúðir og er húsið steinsteypt, og tveir bílskúrar í mhl. 02 eru sömuleiðis úr steinsteypu, undir báðum bílskúrum er óuppfyllt sökkulrými, sem flokkast í skráningartöflu sem fylgirými, viðkomandi bílskúrs. Bílskúrar hafa sérafnotarétt að bílastæðum fyrir framan bílskúra.
Helstu endurbætur:
2023: Húsið sprunguviðgert og málað að utan, skipt um gler.
2024: Rafmagn endurnýjað í íbúðinni.
Bílskúr verður málaður og múrviðgerður og er það á kostnað núverandi eiganda.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kaupstaður fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Upplýsingar sem koma fram í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 79.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða er umsýslugjald 129.900 m.vsk.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu: www.kaupstadur.is | Borgartún 29, 105 Reykjavík | Kaupstaður
Opið alla virka daga milli kl. 10:00-15:00. Símsvörun virka daga milli kl. 09:00-16:00.