Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Styrmir Bjartur Karlsson
Vista
svg

537

svg

441  Skoðendur

svg

Skráð  18. júl. 2025

fjölbýlishús

Bergstaðastræti 8

101 Reykjavík

119.900.000 kr.

998.335 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2004520

Fasteignamat

88.450.000 kr.

Brunabótamat

64.000.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1991
svg
120,1 m²
svg
3 herb.
svg
2 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 23. júlí 2025 kl. 17:00 til 18:00

Opið hús: Bergstaðastræti 8, 101 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 04 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 23. júlí 2025 milli kl. 17:00 og kl. 18:00.

Lýsing

CROISETTE - KNIGHT FRANK kynna í einkasölu einstaklega fallega 120,1 fm þriggja herbergja íbúð á efstu hæð ásamt bílskúr við Bergstaðastræti 8 í Reykjavík. Íbúðin er skráð 99,3 fm og skiptist í hol, eldhús, borðstofu, hjónasvítu, tvö baðherbergi og svefnherbergi. Bílskúr fylgir eigninni og er skráður 20,8 fm. Eignin er á afar vinsælum stað í miðbænum. Allar nánari upplýsingar veita Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is og Elín Auður Traustadóttir löggiltur fasteignasali í s: 858-0978 eða elin@croisette.is

Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit.

Hér getur þú skoðað íbúðina í þrívídd. 

Nánari lýsing:

Neðri pallur:

Anddyri: Komið inní hol sem opið er inní borðstofu og eldhús. Fatahengi. Innaf holi er baðherbergi/þvottahús. Parket á gólfi með fiskibeinamunstri.
Eldhús: Falleg innrétting með granítsteini á borði, eyja með helluborði og ofni, innbyggð uppþvottavél. Gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu. Dúkur á gólfi og mósaík flísar á veggjum ofan við innréttingu. 
Borðstofa: Rúmgóð borðstofa í opnu rými frá eldhúsi. Parket á gólfi með fiskibeinamunstri. Frá borðstofu er gengið upp nokkur þrep uppí stofu. 
Baðherbergi/þvottahús: Innaf alrými er baðherbergi með þvottaaðstöðu. Innrétting og speglaskápur, upphengt salerni, sturtuklefi og handklæðaofn. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi og veggjum.

Efri pallur:
Stofa: Rúmgóð og björt stofa. Úr stofu er gengið út á suður svalir með fallegu miðbæjarútsýni. Parket á gólfi með fiskibeinamunstri.
Hjónasvíta: Rúmgóð og falleg hjónasvíta með fatahengi. Innaf hjónaherbergi er rúmgott baðherbergi. Parket á gólfi með fiskibeinamunstri.
Baðherbergi: Innaf hjónaherbergi. Flísalagt í hólf og gólf, baðkar, flísalögð sturta með flísalögðu sæti, innrétting, spegill með lýsingu og salerni. 
Svefnherbergi II: Rúmgott svefnherbergi. Parket á gólfi með fiskibeinamunstri. Möguleiki á að minnka herbergið og útbúa fataherbergi útfrá hjónasvítu.

Íbúðinni fylgir innbyggður 20,8 fm bílskúr sem snýr í átt að Bergstaðastæti. Hillur og hengi fyrir hjól og hlaupahjól. Hleðslustöð fyrir rafbíl. 

Framkvæmdir undanfarin ár að sögn seljanda:
2017 - Ný opnanleg fög í fjórum gluggum. Nýjar þakrennur og niðurföll og snjógildrur á þakið.
2018  - Húsið múrviðgert og málað að utan. Nýtt gler í gluggum á stigagangi og skipt um opnanleg fög.
2020 - Allir Velux þakgluggar yfirfarnir, þéttikantar endurnýjaðir og skipt um gler í sjö minni gluggunum. Allir gluggar málaðir að utan.
2023 - Nýjar granít borðplötur settar í eldhúsi. Eyja útbúin með nýjum ofni og helluborði. Nýjar mósaíkflísar ofan innréttingar. 
2023 -2025
- Hjónasvíta útbúin. Aukin hljóðeinangrun sett á milli herbergja. 
- Nýjar veggflísar að hluta á baðherbergi í hjónasvítu ásamt því var físalögð sturta útbúin.
- Nýtt baðherbergi á neðri hæð með sturtu, salerni og þvottaaðstöðu.
- Veggir og loft íbúðar máluð.
- Nýjar hljóðeinangrandi innihurðar.
- Parket slípað og lakkað.
- Rafmagn yfirfarið og skipt út að hluta. Ný ljós í svefnherbergjum og baðherbergjum. 
- Akasíu viðarklæðning sett á svalagólf.

Nánari upplýsingar veita: 
Karl Lúðvíksson, löggiltur fasteignasali í s. 663-6700 eða kalli@croisette.is 
Elín Auður Traustadóttir löggiltur fasteignasali í s: 858-0978 eða elin@croisette.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Croisette home fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 - Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
 - Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
 - Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 - Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 - Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af væntanlegu brunabótamati, þegar það er lagt á.

Croisette Iceland ehf

Croisette Iceland ehf

Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
19. jan. 2023
81.150.000 kr.
84.000.000 kr.
120.1 m²
699.417 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Croisette Iceland ehf

Croisette Iceland ehf

Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík