Lýsing
Eignin er á tveimur hæðum, stendur innst í botnlanga og er samtals 303,2 fm.
Efri hæð er skráð 151,6 fm og neðri hæð er skráð 151,6 fm. , þar af bílskúr 51 fm.
Báðar hæðir eru með sérinngangi en opið er á milli þeirra með hringstiga.
Ástand hússins er upprunalegt, t.a.m. þarfnast þak verulegs viðhalds eða endurnýjunar.
Nánari lýsing.
Húsið er eitt af fáum húsum í Arnarnesi sem er byggt úr hlöðnum steinum.
Efri hæðin samanstendur af forstofu sem liggur inn í rúmgóða stofu með breiðum svölum og er hurðalaust bóka- eða vinnuherbergi inn af henni, eldhúsi í hjarta hússins með borðstofu og er útgengt úr því á verönd út í gróinn, skjólsælan og fallegan garð, herbergisgangi með þremur svefnherbergjum (voru fjögur á teikningu) og baðherbergi.
Neðri hæðin er með sérinngangi. Þar er 51 fm. tvöfaldur bílskúr og er innangengt úr honum, gestasalerni, stórt þvottahús og rými þar sem sturtuaðstaða hefur verið útbúin. Á þessari hæð eru þrjú herbergi, eitt þeirra stórt, og hol.
Garður er gróinn og skjólsæll. Stórvaxin tré og hljóðmön aðgreina húsið frá Hafnarfjarðarvegi og dempa umferðarniðinn. Lagnir liggja út að heitum potti sem ekki hefur verið notaður um langa hríð og þarfnast endurnýjunar.
Hér er tækifæri fyrir þá sem vilja kaupa sér stórt sérbýli á eignarlóð, í rótgrónu og eftirsóttu hverfi og eru til í framkvæmdir til að betrumbæta fasteignina, innan sem utan.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Fannar lögg.fasteignasali í síma 897-5930 eða siggifannar@eignaland.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.