Lýsing
Trausti fasteignasala og Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali kynna Engihlíð 10 í Hlíðunum í einkasölu. Íbúðin hefur öll verið nýlega endurnýjuð á afar smekklegan og fallegan hátt af núverandi eiganda. Húsið sjálft hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og var nýlega steinað að utan. Íbúðin er vel skipulögð og rúmgóð.
Íbúðin er skráð 88,2 fm hjá HMS og eru geymslur sem fylgja samtals 5,2 fm þar af. Fasteignamat 2026 verður 76.350.000
Hér er virkilega falleg og mikið endurgerð íbúð á ferðinni á besta stað í Hlíðunum í húsi sem hefur fengið gott og reglubundið viðhald. Allar nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Hólmsteinsson í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is
Nánari lýsing eignar:
Gengið er inn í sameiginlegt anddyri með efri hæðinni og þaðan inn í hol/forstofu íbúðarinnar. Það er einungis ein íbúð á hverri hæð.
Eldhúsið er á vinstri hönd en þar er ný innrétting og öll tæki ný. Bakaraofn með gufustillingu, innbyggður örbylgjuofn, innbyggður ísskápur, innbyggð uppþvottavél og innbyggð þvottavél og þurrkari í sömu vélinni. Stórt span helluborð er í eldhúsinu og er gufugleypir í miðju helluborðinu.
Í rúmgóðu holinu er stór fataskápur sem núverandi eigandi lét breyta þannig að hann félli betur að rýminu.
Holið, stofa og borðstofa má segja að séu í sameiginlegu opnu rými. Stofan og borðstofan eru bjartar og rúmgóðar.
Svefnherbergin eru þrjú. Hjónaherbergið er bjart og rúmgott með miklu skápaplássi og útgengi út á stórar vestursvalir.
Minna barnaherbergið er í dag notað sem vinnustofa en þar er góður fataskápur.
Stærra barnaherbergið er bjart og rúmgott með parketi á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með stórum sturtuklefa.
Öll gólf íbúðarinnar eru parketlögð með fallegu parket sem lagt er í fiskibeinamynstri en baðherbergið er flísalagt.
Í sameign er sameiginlegt þvottahús og geymslur.
Sér bílastæði við húsið fylgir íbúðinni.
Stór og vel gróinn garður er í sameign.
Nýtt rafmagn var dregið í lagnir ásamt því að skipt var um alla rofa og tengla, og sett var upp sér rafmagnstafla fyrir eldhúsið árið 2022.
Vatnslagnir og frárennsli úr eldhúsi voru líka endurnýjuð árið 2022.
Allir gluggar eru nýlegir og nýtt gler í flestum
Húsið var steinað að utan 2022.
Hér er mikið endurnýjuð og falleg eign á góðum stað í hinum vinsælu Hlíðum, þaðan sem stutt er í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.