Upplýsingar
Byggt 1974
97 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 16. ágúst 2025
kl. 13:00
til 13:30
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Rúmgóð og björt 97 fm, fjögurra herbergja íbúð á þriðju hæð með stórum, yfirbyggðum svölum í Efra-Breiðholti. Stutt er í skóla, leikskóla og aðra þjónustu. Húsið hefur fengið gott viðhald og er m.a. búið að klæða blokkina og skipta um þak og glugga.**Sækja söluyfirlit**
Lýsing eignar:
Inngangur: Sameiginlegur inngangur að snyrtilegri sameign.
Forstofa/hol: Rúmgott hol með góðu skápaplássi. Dúkur á gólfi.
Eldhús: Opið með snyrtilegri innréttingu og dúk á gólfi. Pláss fyrir uppþvottavél. Ísskápur fylgir ásamt nýjum háfi sem ekki hefur verið settur upp.
Þvottahús/Búr: Inn af eldhúsi er ágætt þvottahús með geymsluplássi.
Stofa/borðstofa: Rúmgóð og björt og opið við eldhús. Dúkur á gólfi og útgengi á stórar, yfirbyggðar svalir sem snúa til vesturs.
Baðherbergi: Snyrtilegt baðherbergi með nýlegum dúk á gólfi. Baðkar með sturtuaðstöðu, salerni og handlaug.
Svefnherbergi 1: Bjart og rúmgott með parketi.
Svefnherbergi 2: Bjart og rúmgott með teppi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 3: Bjart, minna herbergi með teppi á gólfi.
Geymsla og sameign: Á jarðhæð er 4,8fm geymsla sem fylgir íbúð. Einnig er þar sameiginleg hjólageymsla.
Framkvæmdir og viðhald:
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og 2024 var skipt um þak á húsinu. Einnig var skipt um alla ofna í íbúðinni 2022. Einnig var skipt um alla glugga þegar húsið var klætt að utan. Eldhús íbúðar var endurnýjað 2005.
Nánari upplýsingar veitir:
Lilja Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali - s. 649-3868 eða lilja@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook