Opið hús: Þangbakki 8, 109 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 08 06. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 28. ágúst 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 69,6 fm. og þar af er geymsla 5,5 fm.
Fasteignamat fyrir árið 2026 verður kr. 51.100.000
Eignin skiptist í : Forstofu, hol/borðstofu/stofu, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu í sameign. Sameiginlegt þvottahús er á hæðinni.
Forstofa með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Hol/borðstofa/stofa rúmgott opið rými með stórum gluggum með fallegu útsýni og parket á gólfi.
Eldhús með snyrtilegri innrétting, uppþvottavél frá 2024, helluborð frá 2024, gufugleypir, ofn í vinnuhæð og parket á gólfi. Útgengt er út á svalirnar úr eldhúsinu.
Svefnherbergi með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Baðherbergi með baðkari með sturtuaðstöðu, snyrtileg innrétting og flíslagt í hólf og gólf.
Geymsla íbúðar er 5,5 fm og er staðsett í sameign í kjallara.
Þvottahús er á hæðinni sameiginlegt fyrir þær 5 íbúðir sem þar eru. Með þvottavél og þurrkaðstöðu.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymslu er í sameign í kjallara.
Snyrtileg sameign með góðu aðgengi og ný lyfta var tekin í notkun 2022.
Húsið hefur fengið gott viðhald, á besta stað á Höfuðborgarsvæðinu á mörkum Kópavogs og í Mjóddinni 109 Rvk.
Öll skólastig eru í næsta nágrenni. Verslunar-og þjónustumiðstöðin Mjóddin steinsnar með m.a. læknaþjónustu, strætisvagna og Nettó ásamt fl.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfangingu gudbjorg@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.