Lýsing
Um er að ræða virkilega fallega 4ra herbergja endaíbúð á 3. hæð ásamt stæði í bílageymslu við í Naustabryggju 4. Eignin skiptist í forstofu, þrjú svefnherbergi, stofu / borðstofu, eldhús, þvottahús, baðherbergi, tvennar svalir, geymslu í sameign og stæði í bílageymslu. Sérinngangur af svölum. Það er búið að leggja grunnrafmagn fyrir rafmagnsbíla í bílakjallaranum ásamt hleðslustöð sem fylgir með. Lyfta er í húsinu sem liggur alveg niðri bílakjallara. Birt stærð skv. HMS: Íbúðin er 128,3 fm og geymslan er merkt: 00-12 og er hún 6,9 fm eða samtals 135,2 fm að stærð. Fasteignamat fyrir árið 2026: 92.200.000 kr.
Nánari lýsing eignar: Komið er inn í forstofu / gang með glugga, fataskápur. Frá forstofu / gangi tekur við parketlagður gangur. Innaf gangi er þvottahús með innréttingu. Parketlagt hol. Þrjú svefnherbergi og er fataskápur í öllum herbergjum. Flísalagt baðherbergi í hólf og gólf, hvít nýleg innrétting, sér sturta, upphengt salerni. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa með útgangi út á vestursvalir. Eldhús með fallegri uppgerðri innréttingu með nýlegum tækjum, borðkrókur. Frá eldhúsi er unnt að ganga út á svalir sem snúa til suðurs. Gólfefni íbúðar: parket og flísar á gólfum. Sérstæði í afar snyrtilegri bílageymslu. Búið er að leggja nýja rafmagnsstofna í bílageymslu, og setja upp hleðslustöð sem fylgir með. Afar snyrtileg sameiginleg vagna- og hjólageymsla er í kjallara með aukaútgangi, tröppur eru niður að innganginum. Mjög snyrtileg öll sameignin sem og lyftan.
Virkilega falleg eign sem hefur vel viðhaldið í góðu lyftuhúsi á vinsælum stað í viðhaldslitlu húsi í Bryggjuhverfinu við Gullinbrú. Frábær staðsetning, miðsvæðis í Reykjavík, þar sem stutt er í alla helstu þjónustu t.d leikskóla og grunnskóla sem eru í göngufæri. Þess ber að geta að skv. Borgarskipulagi er gert ráð fyrir skóla og leikskóla í hverfinu.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram
Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat