Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Óskar Rúnar Harðarson
Jason Guðmundsson
Þröstur Þórhallsson
Ólafur Finnbogason
Kjartan Ísak Guðmundsson
Gústaf Adolf Björnsson
Viðar Böðvarsson
Rakel Viðarsdóttir
Vala Georgsdóttir
Ragnheiður Pétursdóttir
Vista
fjölbýlishús

Barónsstígur 51

101 Reykjavík

69.900.000 kr.

854.523 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2008725

Fasteignamat

65.500.000 kr.

Brunabótamat

46.500.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1933
svg
81,8 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
1 svefnh.
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

Miklaborg kynnir: Vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á 2.hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi við Barónsstíg í Reykjavík. Íbúðin sjálf er 74,6 fm. að stærð og sérgeymsla í kjallara er ca. 7,2 fm., samtals er eignin því ca. 81,8 fm. Tvær stofur, rúmgott hjónaherbergi, eldhús með nýlegri innréttingu og snyrtilegt baðherbergi. Í kjallara er herbergi sem fylgir íbúðinni auk sameiginlegrar snyrtingar.


Allar nánari upplýsingar gefur Kjartan Ísak Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 663-4392 eða kjartan@miklaborg.is

Nánari lýsing

Komið er inn í íbúðina á gang sem tengir öll rými íbúðar saman. Nýlegt parket á gólfum og fataskápur.

Stofa er rúmgóð og björt. Hægt er að loka milli stofu og borðstofu með rennihurð.

Borðstofa er rúmgóð og björt. Auðveldlega er hægt að nýta hana sem svefnherbergi.

Eldhús nýleg innrétting með efri og neðri skápum, bakaraofn í vinnuhæð, helluborð, háfur og innbyggð uppþvottavél.

Baðherbergi var endurnýjað 2016. Flísar á gólfi og á vegg. Baðkar með sturtuaðstöðu, upphengt klósett og handklæðaofn.

Hjónaherbergi er rúmgott með góðum skápum.

Sérgeymslu í kjallara með glugga hefur verið breytt í svefnherbergi. Lítið salerni með vaski er í kjallara.

Sameiginlegt þvottahús er í kjallara þar sem hver íbúð er með sína vél og þurrkara. Þrjár íbúðir eru í stigaganginum. Í kjallara er einnig sameiginlegt þvottaherbergi og geymslurými sem getur nýst fyrir hjól og fleira. Sérstakur bakgarður með sér útgangi fylgir íbúðunum á Barónsstíg 51.


Vel umgengin og snyrtileg íbúð á besta stað í miðbænum. Frábær staðsetning nærri Sundhöllinni, Hallgrímskirkju og Landsspítalanum. Bílastæði við Barónsstíg eru ekki gjaldskyld og nýlega hefur verið settur upp rafhleðslustaur fyrir rafbíla við Barónsstíg 51.

Viðhaldsverkefni:

2011: Þak sem tilheyrir Barónsstíg 51 endurnýjað.

2022: Íbúðin máluð og veggir viðgerðir af fagmönnum.

2022: Ný eldvarnarhurð sett upp fyrir íbúðina frá sameignarrými.

2023: Sameign og kjallari máluð af fagmönnum, raflagnir yfirfarnar og ný ljós sett upp.

2024: Ný útidyrahurð sett upp úti í bakgarð.

2025: Gluggar og steinkantur sem snúa út að götu og sem tilheyra íbúðum á Barónsstíg 51 málaðir.

img
Kjartan Ísak Guðmundsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Miklaborg fasteignasala
Lágmúli 4, 108 Reykjavík
Miklaborg fasteignasala

Miklaborg fasteignasala

Lágmúli 4, 108 Reykjavík
img

Kjartan Ísak Guðmundsson

Lágmúli 4, 108 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
8. feb. 2021
44.750.000 kr.
45.000.000 kr.
77.9 m²
577.664 kr.
24. ágú. 2018
40.050.000 kr.
38.800.000 kr.
77.9 m²
498.074 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Miklaborg fasteignasala

Miklaborg fasteignasala

Lágmúli 4, 108 Reykjavík

Kjartan Ísak Guðmundsson

Lágmúli 4, 108 Reykjavík