Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1930
64,4 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Útsýni
Sameiginl. inngangur
Lýsing
FALLEG 3JA HERB. ÍBÚÐ Á GÓÐUM STAÐ Í MIÐBÆNUM - 101 REYKJAVÍK
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 64,4 fm. - en grunnflötur er töluvert stærri.
- Fyrirhugað fasteignamat 2026 kr. 58.800.000,-
Um er að ræða 3ja herb. íbúð á 3. hæð í steinsteyptu fjórbýli byggðu 1930 á vinsælum stað í miðbænum.
Íbúðin er þriggja herbergja, með forstofu/gangi, góðri stofu og tveimur rúmgóðum svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi með sturtu.
Íbúðin hefur mikinn sjarma, hátt er til lofts í stofunni sem er einnig með stórum gluggum. Hægt er að ganga bæði úr eldhúsi og stærra herberginu út á svalir sem liggja eftir íbúðinni endilangri garðmegin. Að framanverðu eru einnig saml. svalir sem snúa í suðvestur út á Njálsgötu með góðu útsýni. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og þaðan er útgangur út í gróinn bakgarð sem státar af einum glæsilegasta hlyn borgarinnar.
Forstofa/gangur: Innbyggt fatahengi, gegnheilt ljóst eikarparket í síldarbeinamynstri á gólfi og innbyggður tekkskápur er í enda gangsins.
Eldhús: Falleg upprunaleg innrétting, ný tæki, uppþvottavél, eldavél og gufugleypir og ískápur, nýjar dúkflísar á gólfi og útgangur út á garðsvalir.
Stofa: Björt og rúmgóð lögð gegnheilu ljósu eikarparketi í síldarbeinamynstri, gengið inn af ganginum, stórir gluggar og hátt til lofts.
Svefnherbergin: Bæði herbergin eru rúmgóð með innbyggðum fataskápum, stórum gluggum og steyptum gólfum máluðum með lazure aðferð, einnig er útgangur út á garðsvalirnar úr stærra herberginu.
Baðherbergi: Uppgert baðherbergi, flísalagt og góð flísalögð sturta.
Geymsla: Lítil mjó geymsla er á bak við fataskápinn í stærra herberginu meðfram endilangri stofunni.
Þvottahús: Sameiginlegt í kjallara. Málað steingólf, rafmagnstenglar fyrir hverja íbúð, þvottasnúrur og gluggi með viftu út í garð.
- Ljósleiðari er í íbúðinni.
Framkvæmdasaga er eftirfarandi:
Árið 2010 Baðherbergi endurnýjað. Ný rafmagnstafla í sameign og tenglar fyrir þvottavélar.
Árið 2015 Gólf í svefnherbergjum sem höfðu áður verið grófsteypt og í halla voru rétt af, slípuð og máluð (lazure aðferð) til að ná fram náttúrulegri steináferð. Gluggar spartlaðir og málaðir. Ný blöndunartæki í eldhús frá versluninni Ísleifi Jónssyni.
Árið 2019 Útidyrahurð í sameign yfirfarin og lökkuð.
Árið 2020 Svalahandrið endurgert garðmegin og svalagólf málað. Tengt fyrir uppþvottavél í eldhúsi og sett aukatengi. Ný borðplata og vaskur í eldhúsi.
Árið 2021 Þak yfirfarið, gerðar úrbætur og það endurnýjað; skipt var um þakfjalir þar sem þörf var á, nýr þakpappi settur á allt þakið, nýtt alusinkað þakjárn sett yfir og skipt um allar þakrennur og nýjar plastrennur settar. Skorsteinn klæddur. Notað var tækifærið meðan vinnupallar stóðu uppi götumegin og stofugluggar og tréverkið að utanverðu þeim tilheyrandi málað (hluti sameignar).
Árið 2022 Allt tréverk, gluggar og ytri umgjörð 3.h. garðmegin málað (hluti sameignar).
Árið 2023 Ný tæki í eldhúsi, eldavél, háfur og ísskápur.
Árið 2024 Alusink þakjárn sem sett var á 2021 var málað.
Nýtt gólfefni lagt í eldhúsi.
Árið 2025 Klóaklögn og vatnslagnir undir húsinu endurnýjaðar og náði sú endurnýjun u.þ.b. 1 m út úr húsgrunni að brunni úti í götu. Tengingar við tvo fallstamma af efri hæðum endurnýjaðar, breyting á retúrlögn ofna. Niðurföll endurnýjuð úti við bakdyr, niðurfall í hjólageymslu og niðurfalli bætt við í þvottahúsi. Í framhaldi voru gólf steypt og máluð í þvottahúsi og annarri sameign.
Vinsæl staðsetning í miðbænum í Reykjavík í nálægð við fjölbreytta þjónustu s.s. skóla, leikskóla, verslun, Sundhöll Reykjavíkur, veitingastaði og menningarsvæði.
Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf GSM: 896-3038 e-mail: johann@hofdi.is
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 64,4 fm. - en grunnflötur er töluvert stærri.
- Fyrirhugað fasteignamat 2026 kr. 58.800.000,-
Um er að ræða 3ja herb. íbúð á 3. hæð í steinsteyptu fjórbýli byggðu 1930 á vinsælum stað í miðbænum.
Íbúðin er þriggja herbergja, með forstofu/gangi, góðri stofu og tveimur rúmgóðum svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi með sturtu.
Íbúðin hefur mikinn sjarma, hátt er til lofts í stofunni sem er einnig með stórum gluggum. Hægt er að ganga bæði úr eldhúsi og stærra herberginu út á svalir sem liggja eftir íbúðinni endilangri garðmegin. Að framanverðu eru einnig saml. svalir sem snúa í suðvestur út á Njálsgötu með góðu útsýni. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og þaðan er útgangur út í gróinn bakgarð sem státar af einum glæsilegasta hlyn borgarinnar.
Forstofa/gangur: Innbyggt fatahengi, gegnheilt ljóst eikarparket í síldarbeinamynstri á gólfi og innbyggður tekkskápur er í enda gangsins.
Eldhús: Falleg upprunaleg innrétting, ný tæki, uppþvottavél, eldavél og gufugleypir og ískápur, nýjar dúkflísar á gólfi og útgangur út á garðsvalir.
Stofa: Björt og rúmgóð lögð gegnheilu ljósu eikarparketi í síldarbeinamynstri, gengið inn af ganginum, stórir gluggar og hátt til lofts.
Svefnherbergin: Bæði herbergin eru rúmgóð með innbyggðum fataskápum, stórum gluggum og steyptum gólfum máluðum með lazure aðferð, einnig er útgangur út á garðsvalirnar úr stærra herberginu.
Baðherbergi: Uppgert baðherbergi, flísalagt og góð flísalögð sturta.
Geymsla: Lítil mjó geymsla er á bak við fataskápinn í stærra herberginu meðfram endilangri stofunni.
Þvottahús: Sameiginlegt í kjallara. Málað steingólf, rafmagnstenglar fyrir hverja íbúð, þvottasnúrur og gluggi með viftu út í garð.
- Ljósleiðari er í íbúðinni.
Framkvæmdasaga er eftirfarandi:
Árið 2010 Baðherbergi endurnýjað. Ný rafmagnstafla í sameign og tenglar fyrir þvottavélar.
Árið 2015 Gólf í svefnherbergjum sem höfðu áður verið grófsteypt og í halla voru rétt af, slípuð og máluð (lazure aðferð) til að ná fram náttúrulegri steináferð. Gluggar spartlaðir og málaðir. Ný blöndunartæki í eldhús frá versluninni Ísleifi Jónssyni.
Árið 2019 Útidyrahurð í sameign yfirfarin og lökkuð.
Árið 2020 Svalahandrið endurgert garðmegin og svalagólf málað. Tengt fyrir uppþvottavél í eldhúsi og sett aukatengi. Ný borðplata og vaskur í eldhúsi.
Árið 2021 Þak yfirfarið, gerðar úrbætur og það endurnýjað; skipt var um þakfjalir þar sem þörf var á, nýr þakpappi settur á allt þakið, nýtt alusinkað þakjárn sett yfir og skipt um allar þakrennur og nýjar plastrennur settar. Skorsteinn klæddur. Notað var tækifærið meðan vinnupallar stóðu uppi götumegin og stofugluggar og tréverkið að utanverðu þeim tilheyrandi málað (hluti sameignar).
Árið 2022 Allt tréverk, gluggar og ytri umgjörð 3.h. garðmegin málað (hluti sameignar).
Árið 2023 Ný tæki í eldhúsi, eldavél, háfur og ísskápur.
Árið 2024 Alusink þakjárn sem sett var á 2021 var málað.
Nýtt gólfefni lagt í eldhúsi.
Árið 2025 Klóaklögn og vatnslagnir undir húsinu endurnýjaðar og náði sú endurnýjun u.þ.b. 1 m út úr húsgrunni að brunni úti í götu. Tengingar við tvo fallstamma af efri hæðum endurnýjaðar, breyting á retúrlögn ofna. Niðurföll endurnýjuð úti við bakdyr, niðurfall í hjólageymslu og niðurfalli bætt við í þvottahúsi. Í framhaldi voru gólf steypt og máluð í þvottahúsi og annarri sameign.
Vinsæl staðsetning í miðbænum í Reykjavík í nálægð við fjölbreytta þjónustu s.s. skóla, leikskóla, verslun, Sundhöll Reykjavíkur, veitingastaði og menningarsvæði.
Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf GSM: 896-3038 e-mail: johann@hofdi.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
7. ágú. 2015
21.100.000 kr.
26.000.000 kr.
64.4 m²
403.727 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025