Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hafdís Rafnsdóttir
Dórothea E. Jóhannsdóttir
Sigurður Gunnlaugsson
Jón Gunnar Gíslason
Hafliði Halldórsson
Aðalsteinn Bjarnason
Margrét Rós Einarsdóttir
Guðný Ösp Ragnarsdóttir
Elka Guðmundsdóttir
Vista
sumarhús

Jötnagarðsás 35

311 Borgarnes

59.900.000 kr.

452.759 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2214103

Fasteignamat

47.500.000 kr.

Brunabótamat

67.140.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1994
svg
132,3 m²
svg
0 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur
Opið hús: 12. október 2025 kl. 15:00 til 15:30

***Opið hús sunnudaginn 12. október frá kl. 15.00-15.30, hringið í síma 665-8909 og staðfestið komu ykkar***

Lýsing

Guðný Ösp Ragnarsdóttir, lgf., s. 665-8909 og fasteignasalan TORG kynna: Jötnagarðsás 35, Borgarbyggð (í landi Munaðarness)   

EIGNARLÓÐ, ÚTSÝNI, HITAVEITA, MIKILL GRÓÐUR, RAFMAGNSHLIÐ VIÐ ÞJÓÐVEG. 
Bústaðurinn er skv. fasteignayfirliti frá HMS samtals skráður 132,3 m2, en þar af er Gestahús/geymsla(Friðriksborgarhöll) 11,9 fm.
Á Jötnagarðsási 35 stendur myndarlegt frístundahús á steyptum sökkli á 5.000 fm eignarlóð (hálfum hektara) í Munaðarnesi, Borgarbyggð.
Lóðin er einstaklega falleg, í suðausturhalla, fullgróin trjám, runnum og fjölbreyttum blómum. Á milli gróðursins er landið þakið bláberjalyngi sem oft gefur ríkulega uppskeru. Engin sláttuvinna eða snyrting krefst viðhalds á svæðinu.
Útsýnið er stórbrotið: Skarðsheiðin blasir við ásamt fjöllunum umhverfis Borgarfjarðardali, Skorradal, Lundareykjadal, Flókadal og Reykholtsdal. Í fjarska má sjá toppa Hlöðufells, Skjaldbreiðar, Þorfinnsjökuls, Langjökuls, Eiríksjökuls og Oks.

Nánari lýsing:
Forstofa: málað gólf. 
Innigeymsla/þvottahús: geymsla inn af forstofu, með tengi fyrir þvottavél og þurrkara og skolvask. 
Stofa: Stofan er rúmgóð og björt með mikilli lofthæð. Útsýnið er mikilfenglegt yfir Borgarfjörðinn. Útgengi á verönd sem snýr til suð-austurs.
Eldhús:  Með stofu í opnu alrými.  Eldhúsið er með hvítri IKEA eldhúsinnréttingu, með efri og neðri skápum og ágætu vinnuplássi.   
Baðherbergi: sturtuklefi upphengt salerni og handlaug. Nýleg baðinnrétting getur fylgt með. Beint útgengi af baðherbergi út í bakgarð.  
Svefnherbergi:  tvö stór svefnherbergi, paket á gólfum, eitt minna herbergi með parketi á gólfi.(eitt herbergjanna sérhannað með þarfir fatlaðra í huga). Samtals þrjú svefnherbergi.  
Bílskúr/vinnustofa, húsið stendur á steyptum sökkli sem var nýttur til að útbúa rými undir norðurenda hússins: rúmgóður bílskúr eða vinnustofa með bílskúrshurð og inngöngu hurð til hliðar. Gluggar á annarri hlið og mjög gott vinnupláss, hillur, vinnuborð og skolvaskur. 

Gestahús/geymsla: byggt árið 1993-1994, er hannað sem gestahús en þarfnast viðhalds. Innan þess er lítil innrétting, bókahillur og rúm. Getur nýst sem leiksvæði og eða svefnstaður fyrir gesti. Nettur pallur er suð-austan megin við húsið. 
Lóð og aðkoma: Húsið stendur innst í botnlanga á 5000 fm eignarlóð.  Að húsinu er gengið upp tröppur upp á rúmgóða verönd sem er staðsett fyrir framan bústaðinn. Bílaplanið getur rúmað tvær bifreiðar, en gæti rúmað fleiri sé það stækkað. 
Læst rafknúið hlið við aðganginn að svæðinu sem opnað er með fjarstýringu eða úr síma eigenda.

Að sögn eigenda hefur húsið fengið gott viðhald í gegn um tíðina en bústaðurinn var byggður árið 2010. Lagt er fyrir heitan pott með heitu og köldu vatni, frárennsli og raflögnum. Um er að ræða reisulegan og vel byggðan bústað. Í næsta nágrenni: Þjónustumiðstöð í Munaðarnesi, sundlaug í Varmalandi,  golf að Hamri í Borgarnesi og Glanna hjá Bifröst, sjoppa að Baulu Borgarnes  í ca. 15-20 mín. akstursfjarlægð.

Nánari upplýsingar veitir: Guðný Ösp, lgf. s. 665-8909 eða gudny@fstorg.is 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:  Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.  Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá. 
Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.  Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og  ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.  Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.  Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

img
Guðný Ösp Ragnarsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Fasteignasalan TORG
Garðatorgi 5, 210 Garðabæ
Fasteignasalan TORG

Fasteignasalan TORG

Garðatorgi 5, 210 Garðabæ
phone
img

Guðný Ösp Ragnarsdóttir

Garðatorgi 5, 210 Garðabæ
Fasteignasalan TORG

Fasteignasalan TORG

Garðatorgi 5, 210 Garðabæ
phone

Guðný Ösp Ragnarsdóttir

Garðatorgi 5, 210 Garðabæ