Opið hús að Gvendargeisla 2, 3. hæð, 113 Reykjavík sunnudaginn 31. ágúst 2025 á milli kl. 14:00 og kl. 14:30.
Lýsing
Rúmgóð 4ra herbergja íbúð/hæð á 3. hæð með sérinngangi, rúmgóðum svölum og stæði í bílakjallara í góðu fjölbýli við Gvendargeisla 2 í Reykjavík. Engin íbúð er samliggjandi íbúðinni, aðeins íbúð fyrir neðan og eru gluggar til allra átta. Snjóbræðsla í tröppum. Nýlega er búið er að yfirfara og endurnýja gler og gluggalista eftir þörfum, múrviðgera hús, múr-og steypuviðgera gólf á stigaöllum og tröppum og mála þar í kring.
Birt stærð skv Fasteignayfirliti HMS: Eignin er skráð 105 fm, merkt 010302 og stæði í bílageymslu merkt 04B06. Fasteignamat fyrir árið 2026: 76.100.000 kr.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa með fataskápum, flísar á gólfi.
Stofa / borðstofa er opin inní eldhúsið, með útgengt á rúmgóðar suð-austur svalir með fallegu útsýni, parket á gólfi.
Eldhús með tengi fyrir uppþvottavél og keramik helluborð, parket á gólfi.
Hjónaherbergi með fataskápum og parket á gólfi.
Svefnherbergi II með fataskáp, parket á gólfi.
Svefnherbergi III með fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með baðkari, opnanlegur gluggi.
Þvottaherbergi innan íbúðar með þvottasnúrum, skolvaski og opnanlegum glugga, flísar á gólfi.
Geymsla er innan íbúðar inn af þvottherbergi, mjög rúmgóð með hillum og máluðu gólfi.
Bílastæði í bílageymslu merkt 04B06, þvottaaðstaða fyrir bíla í bílageymslu.
Sameiginleg hjóla-og vagnageymslu á jarðhæð.
Sameiginleg bílastæði fyrir framan húsið.
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat