Lýsing
Miklaborg kynnir: Einstaklega vel endurnýjuð og falleg 3ja herbergja íbúð með sérinngangi í kjallara í þríbýlishúsi á rólegum og fjölskylduvænum stað við Úthlíð í 105 Reykjavík.Íbúðin afhendist með nýjum gluggum í öllum rýmum – á kostnað seljanda, gluggarnir eru með álprófíl og stórum opnanlegum fögum. Þetta gefur ásýnd hússins fallegra og heilstæðara yfirbragð.Húsið er á frábærum stað í Hlíðahverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, leikskóla, grunnskóla, verslanir og fallegt útivistarsvæði á Klambratúni. Íbúðin er því tilvalin fyrir fjölskyldur, pör eða einstaklinga sem vilja búa miðsvæðis í Reykjavík í vel við haldinni eign. Gæludýr eru leyfð í húsinu, einnig er stutt í strætó stoppistöð og nóg af bílastæðum í götunni.Fasteignamat 2026: kr. 82.300.000.-
Nánari upplýsingar veitir: Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur: vidar@miklaborg.is, s.694-1401
Nánari lýsing:
Gengið er að skjólsælu porti þar sem inngangur íbúðar er ásamt sérgeymslu íbúðar, geymslan er köld með lofttúðu, geymslan er staðsett undir tröppum og er u.þ.b 3 fm.
Anddyri: Sérinngangur inn í flísalagt anddyri með góðu fatahengi. Þaðan er innangengt í sameiginlegt þvottahús.
Þvottahús : hefur pláss fyrir tvær vélar fyrir hverja íbúð, þvottasnúrur og geymsluskáp.
Svefnherbergi: Tvö mjög stór og rúmgóð svefnherbergi.
Stofa: Björt og notaleg stofa innst í íbúðinni sem tengist vel við eldhúsið.
Eldhús: Nýuppgert í nóvember 2024 þar sem allt var tekið í gegn, ný innrétting, nýtt rafmagn lagt. Einnig nýr vaskur og blöndunartæki, eldhús var flísalagt og sett ný borðplata sem er Quartz steinn frá Steinsmiðjunni Rein. Spanhelluborð og Electrolux bakaraofn.
Baðherbergi: Endurnýjað baðherbergi með „walk-in“ sturtu, upphengdu salerni, flísalögn á gólfi og veggjum, ásamt opnanlegum glugga.
Gólfefni: Nýlegt harðparket á gólfum. Lóð: Skjólgóður garður í suður með palli.
Nýlega hafa farið fram framkvæmdir á lóð á lögnum og rafmagni í bílaplani, von er á nýjum útiljósum sem eru á kostnað seljanda.
2023: Nýjar þakrennur á útveggi
2024: Veggur á milli lóða múraður og málaður
2025: Ný útilýsing, nýir gluggar í allt húsið
Nánari upplýsingar veitir: Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur: vidar@miklaborg.is, s.694-1401