Opið hús: Ásvallagata 21, 101 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 00 01. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 4. september 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Lýsing
Um er að ræða notaleg og mikið endurnýjuð íbúðarherbergi í lítið niðurgröfnum kjallara.
Séreignin skiptist í tvö studíó rými, eldhús og baðherbergi tilheyra hvoru þeirra.
Samkvæmt HMS eru herbergin samtals skráð 43,9 fm.
Fasteignamat fyrir árið 2026 verður 49.850.000 kr.
Allar nánari upplýsingar veitir Auðun Ólasson löggiltur fasteignasali í síma 894-1976 eða á netfanginu audun@trausti.is
Nánari lýsing:
Tvö björt studió herbergi með parketi á gólfum. Eldhúsinnrétting í báðum rýmunum. Sér baðherbergi fylgja báðum rýmunum með flísum á gólfi og sturtu.
Þvottahús í sameign með flísum á gólfi. Sérgeymslur eru tvær, önnur undir stiga og hin innaf öðru baðherberginu.
Fallegur og sólríkur garður.
Húsið hefur fengið reglulegt viðhald.
Múrviðgerðir og málað reglulega, síðast árið 2019.
Skipt um skólplagnir og dren árið 2020.
Járn á þaki málað árið 2019.
Þvottahús og gangur flísalagt árið 2020.
Herbergin endurnýjuð 2020
Baðherbergin flísalögð.
Ný salerni á báðum baðherbergjum.
Sturturými klædd með FIBO baðplötum.
Ný eldhúsinnrétting og tæki endurnýjuð.
Nýtt parket á gólfum.
Allar nánari upplýsingar veitir Auðun Ólasson löggiltur fasteignasali í síma 894-1976 eða á netfanginu audun@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.