Lýsing
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Falleg og talsvert endurnýjuð 144,4 m2 íbúð á jarðhæð, með sérinngangi, í fjórbýlishúsi á rólegum og vinsælum stað við Markholt 17 í Mosfellsbæ. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir. Annars vegar 4 herbergja íbúð og hins vegar stúdíóíbúð sem hefur verið í skammtímaleigu. Íbúðin skiptist í forstofu, gang, stofu/borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Í garði er góð timburverönd, heitur pottur (rafmagns) og nýlegt smáhýsi, ca. 15 m2 sem er ekki inni í skráðri fermetratölu. Í stúdíóíbúðinni er forstofa, alrými með eldhúsaðstöðu og svefnkrók og baðherbergi. Frábær staðsetning þar sem stutt er í skóla, íþróttasvæði, sundlaug, verslun og alla helstu þjónustu. Útsýni er til Esju og stutt í vinsæl útivistarsvæði og gönguleiðir. Áhugaverð eign sem býður upp á möguleika á leigutekjum.
Helstu framkvæmdir samkvæmt seljanda: 1999-2002: Skipt um glugga og gler. Skipt um ofnalagnir og frárennsli innanhúss. Sett dren í kringum húsið. Skipt um neyslulagnir innan íbúðar. Á seinustu árum: Skipt um frárennslislagnir út í götu. Skipt um járn, pappa og hluta klæðningar á þaki.Nýjar þakrennur og niðurföll. Lóð fyrir framan íbúð endurnýjuð og sett upp nokkur bílastæði. Baklóð íbúðar endurnýjuð með ca. 120 m2 sólpalli og sjávarmöl. Settur upp skjólveggur og rafstýrð markísa með fjarstýringu. Baklóð með raflýsingu. Rafmagnstafla endurnýjuð. 2025: Tvær nýjar álklæddar útihurðir og byggt vandað bakhús.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax
Nánari lýsing:
- Íbúð:
Forstofa er með flísum á gólfi.
Gangur er með flísum á gólfi að hluta og parketi að hluta.
Stofa og borðstofa eru með parketi á gólfi. Úr stofu er útgengt á góða timburverönd til suðurs með heitum potti (rafmagns) ATH! og ca. 15 m2 smáhýsi. Smáhýsið er vel einangrað, tengt rafmagni og frárennsli og möguleiki á að tengja heitt og kalt vatn.
Eldhús er parketi á gólfi, með hvítri innréttingu, bakaraofni, helluborði og viftu. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu.
Svefnherbergi 1 (hjónaherbergi) er rúmgott með parketi á gólfi og fataskápum.
Svefnherbergi 2 er rúmgott með parketi á gólfi og fataskápum.
Svefnherbergi 3 er með parketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum að hluta, innréttingu með handlaug, vegghengdu salerni og 'walk-in' sturtu. Gluggi er á baðherbergi.
Þvottahús er inn af gangi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi er á þvottahúsi.
Flísar á forstofu, baðherbergi og við bakdyrahurð eru með gólfhita (Danfoss).
- Stúdíóíbúð:
Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Alrými er með flísum á gólfi en svefnkrókur með parketi. Eldhúsaðstaða er með bakaraofni og viftu. Í innréttingu er gert ráð fyrir ísskáp og þvottavél.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, handlaug, salerni og 'walk-in' sturtu með flísum á veggjum.
Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 93.150.000 kr.
Verð kr. 98.000.000,-
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.