Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Snorri Sigurðsson
Vista
svg

170

svg

137  Skoðendur

svg

Skráð  3. sep. 2025

fjölbýlishús

Gerplustræti 23

270 Mosfellsbær

92.900.000 kr.

803.633 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2500624

Fasteignamat

76.500.000 kr.

Brunabótamat

81.450.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2020
svg
115,6 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur
svg
Bílastæði
svg
Lyfta
Opið hús: 9. september 2025 kl. 17:30 til 18:00

Opið hús: Gerplustræti 23, 270 Mosfellsbær, Íbúð merkt: 01 02 01. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 9. september 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.

Lýsing

Fasteignasalan Heimaland kynnir í einkasölu, Gerplustræti 23, íbúð 201, 270 Mosfellsbæ. 
Björt og falleg fjögurra herbergja íbúð á annari hæð í verulega snyrtilegu fjölbýlishúsi í fjölskylduvænu hverfi í Mosfellsbæ. Húsið er byggt árið 2020 og í því eru 11 íbúðir og bílakjallari með vel útbúinni bílaþvotta aðstöðu. Rúmgóð vagna og hjólageymsla einnig í kjallara. Lóð er frágengin og bílaplan malbikað og snyrtilegt. 
Íbúð 201 er skráð 115,6fm og henni fylgir stæði í bílageymslu og rúmgóð geymsla í séreign. 
Bæði leikskóli og grunnskóli í göngufæri en báðir skólarnir eru staðsettir hinumegin við götuna. 

Nánari lýsing eignar: 
Gengið er inn í rúmgóða forstofu með fataskáp og parketi á gólfi. 
Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni, öll með fataskápum og parketi á gólfi. 
Baðherbergið er rúmgott með gólfsturtu, innréttingu og speglaskáp, upphengdu WC og þar er einnig innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Flísar eru á veggjum og á gólfi. 
Alrýmið er rúmgott og bjart en það samanstendur af eldhúsi, borðstofu og stofu. Parket á gólfi.
Eldhúsinnrétting er rúmgóð með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, bakarofni í vinnuhæð og helluborði. Úr stofu er gengið út á rúmgóðar yfirbyggðar svalir sem snúa til suðurs. 
Sameign er öll til fyrirmyndar og verulega snyrtileg. Stigagangur er teppalagður og lyfta er í húsinu. 

Vel staðsett, snyrtileg og vel skipulögð eign sem vert er að skoða betur. 

*Eignin getur verið laus fljótlega við kaupsamning* 

*Til þess að skoða myndband af eigninni bendum við á samfélagsmiðlana okkar "heimalandfasteignir" 

Allar nánari upplýsingar veita: 
Elísa Dagmar Björgvinsdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala í löggildingarnámi, elisa@heimaland.is, s: 868-7938
Snorri Sigurðarson, löggildur fasteigna og skipasali, snorri@heimaland.is, s: 897-7027 


Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv. verðskrá. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Heimaland hvetur því viðskiptavini sína og væntanlega kaupendur af fasteignum að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir tilboðsgerð eða eftir atvikum fyrir kaupsamningsgerð. Ef þurfa þykir ættu væntanlegir kaupendur að leita til þar til bærra sérfræðinga um aðstoð við slíka skoðun. 

www.heimaland.is, Austurvegur 6, 800 Selfoss, Fasteignasalan Heimaland ehf.





 

Fasteignasalan Heimaland ehf.

Fasteignasalan Heimaland ehf.

Brúarstræti 2, 2.hæð - 800 Selfoss
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
8. apr. 2020
4.220.000 kr.
54.900.000 kr.
115.6 m²
474.913 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignasalan Heimaland ehf.

Fasteignasalan Heimaland ehf.

Brúarstræti 2, 2.hæð - 800 Selfoss