Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1956
115,1 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Sérinngangur
Opið hús: 9. september 2025
kl. 17:00
til 17:30
Opið hús þriðjudaginn 9. september milli kl. 17:00 og 17:30
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Vel skipulögð fjögurra herbergja íbúð á fyrstu hæð ásamt rúmgóðum bílskúr. Bæði íbúð og hús var mikið endurnýjað árið 2019. Mjög góð staðsetning í Kinnunum í Hafnarfirði. Grunn- og leikskóli eru í stuttu göngufæri ásamt tjörninni, stutt í Miðbæ Hafnarfjarðar og Suðurbæjarlaug.Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 115,1m², flatarmál íbúðarrýmis er 79,8m², flatarmál geymslu/þvottahús er 11,1m² og bílskúr er skráður 24,2m². Fyrirhugað fasteignamat 2026 er kr. 71.750.000 kr
Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, sérþvottahús og geymslu og bílskúr.
Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi. Gangur með harðparketi.
Eldhús með hvítri innréttingu, bakarofn í vinnuhæð og innbyggður örbylgjuofn ásamt innbyggðu ísskáp og uppþvottavél, harðparket á gólfum.
Stofan er opin inn í eldhús og mynda bjart og rúmgott alrými. Útgengt út á hellulagða sérverönd úr stofu.
Hjónaherbergi með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Tvö barnaherbergi bæði með harðparketi á gólfi, ekki eru fataskápar í barnaherbergjum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta, innrétting, baðkari með sturtuaðstöðu vegghengdu salerni. Hhiti í gólfi og handklæðaofn.
Sérþvottahús/geymsla við hliðina á inngangi við íbúðina.
Góður upphitaður bílskúr með rafmagni, heitu og köldu vatni. Tveir stórir gluggar. Í bílskúr er möguleiki að koma fyrir salerni ef vill. Sérbílastæði fyrir framan bílskúr og hiti í innkeyrslu.
Það sem var endurnýjað þegar húsið var tekið í gegn árið 2019:
Nýjar rafmagnslagnir, greinitafla og raflagnir í öllu húsinu, nýjar neysluvatnslagnir. Nýir ofnar og nýjar frárennslislagnir út í brunn. Hús viðgert og málað að utan.
Nýjar útihurðir. Gluggar endursmíðaðir, nýtt gler, þak yfirfarið og málað. Nýjar þakrennur og niðurföll.
Nánari uppl.
Brynjar Þór Sumarliðason löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í síma 896 1168 - brynjar@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
21. jan. 2020
41.050.000 kr.
53.000.000 kr.
115.1 m²
460.469 kr.
22. sep. 2017
74.200.000 kr.
72.000.000 kr.
315.8 m²
227.992 kr.
23. ágú. 2006
36.110.000 kr.
48.500.000 kr.
315.8 m²
153.578 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025