Lýsing
Miklaborg kynnir: Frostafold 187, 112 Reykjavík, 4ra herbergja endaíbúð, samtals 100,4 fm. Á teikiningu er íbúðin 3ja herbergja en búið að breyta geymslu með glugga í herbergi. Efri hæð í 4-býli með sérinngangi og sérmerkt bílastæði innst í götunni (rafhleðslustöð). Til viðbótar er geymsluloft (steypt plata) yfir hluta af íbúðinni með glugga. Parket og flísar á gólfum. Gott innra skipulag. Stutt í margvíslega þjónustu í rótgrónu hverfi. Fasteignamat næsta árs verður 71.150.000.
Nánari lýsing: Gengið upp steyptar tröppur, stigapallur. Þegar inn er komið tekur við forstofa (gólfhiti), fataskápur. Þrjú svefnherbergi, öll með fataskápum. Stofa, borðstofa og sólstofa (gólfhiti) saman í opnu rými. Útgengt út á góðar svalir. Eldhúsið með hvítri innréttingu, span helluborð og háfur - eldhúsbekkur. Þvottahús innaf eldhúsi með glugga. Uppgert baðherbergi með baðkari ásamt sturtu og gleri, innréttingu og handklæðaofni. Gott geymsluloft yfir hluta af íbúðinni. Sameiginleg lóð, frágengin. Lítil geymsla undir stiga fylgir þessari íbúð.
Nánari upplýsingar gefur Gústaf Adolf lgf., gustaf@miklaborg / 895-7205.