Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Maríus Sævar Pétursson
Erla María Guðmundsdóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 2024
svg
130,4 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Eignamiðlun Suðurnesja kynnir Sjávarborg 3A, 190 Vogar.
Um er að ræða 130,4 fm. fimm herbergja endaraðhús á jarðhæð á góðum stað í vogunum.
Eignin skilast fullbúin samkvæmt skilalýsingu.
Eignin skiptist í: Anddyri, stofu, borðstofu og eldhús í opnu rými, baðherbergi, þvottahús/geymsla, fjögur svefnherbergi, viðarpallur með heitum potti.
Möguleiki er á nýjum leiðum í fjármögnun, hafið samband og við förum yfir málin og hjálpum ykkur að eignast draumaeignina.


Nánari lýsing:
Komið er inn um anddyri með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými með parket á gólfi, þar eru gólfsíðir gluggar og aukin lofthæð sem gera rýmið bjart og fallegt. Danfoss stýrikerfi fyrir gólfhita.
Úr stofu er útgengi út á viðarpall með heitum potti.
Eldhús hefur hvíta innréttingu, góð heimilistæki og stór eldhúseyja með ljósri Quartz borðplötu með span helluborði með gufugleypi, Innbyggð uppþvottavél, ísskápur með frysti, bakarofn, örbylguofn.
Herbergin eru fjögur talsins með parket á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með 60x60 flísum, upphengt salerni, sturtuklefi og innrétting við vask með ljúflokun á skúffum, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Þvottahús / Geymsla er með flísum á gólfi, innrétting með tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
 
Arkitekt húsanna er TEIKNA - Teiknistofa arkitekta.
 
Verandir við bakhlið eru úr timbri (lerki).
Stéttir og bílastæði við aðkomuhlið íbúða eru hellulögn og snjóbræðsla er í gangstéttum.
Rafmagnshleðslustöð á bílastæði.
Eignir eru afhentar án trjágróðurs á lóð. Bílastæði er fyrir framan hvert hús.
 
Sjávarborg er staðsett í Grænubyggð sem er hverfi sem mun byggjast upp á næstu árum í fallegu, fjölskylduvænu og rólegu umhverfi við sjávarsíðuna. Sérstaklega vel staðsett fyrir þá sem vilja vera í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en í rólegu og fjölskylduvænu umhverfi. Vogar er einstaklega barnvænt sveitarfélag og þar er stutt í alla helstu þjónustu og tómstundir.

Ljósmyndir eru af Sjávarborg 5 B.
 
Kaupendur greiða skipulagsgjald sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati íbúðarinnar.
 
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50 eða á netfanginu es@es.is og í síma 420-4050.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% ef um er að ræða fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar – mismunandi á milli lánastofnana. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

Eignamiðlun Suðurnesja

Eignamiðlun Suðurnesja

Hafnargata 50, 230 Reykjanesbæ
phone
Eignamiðlun Suðurnesja

Eignamiðlun Suðurnesja

Hafnargata 50, 230 Reykjanesbæ
phone