Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1984
208,6 m²
6 herb.
2 baðherb.
5 svefnh.
Þvottahús
Sérinngangur
Opið hús: 30. september 2025
kl. 16:00
til 16:30
Opið hús: Hverafold 100, 112 Reykjavík. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 30. september 2025 milli kl. 16:00 og kl. 16:30.
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Eignamiðlun og Rögnvaldur Örn Jónsson löggiltur fasteignasali kynna afar fallegt 208,6 fm einbýlishús á góðum stað í Grafarvogi. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt. Húsið hefur allt verið meira og minna endurnýjað og er allt hið glæsilegasta.Frábært fjölskylduhús. Stutt í alla þjónustu s.s. verslun, skóla, leikskóla og heilsugæslu. Stór og rúmgóður bílskúr með góðum bílastæðum fyrir framan. Fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Nánari lýsing:
Anddyrið er flísalagt með stórum flísum og stórt fatahengi í sér herbergi við innganginn með rennihurð.
Eldhúsið er með rúmgóðri sérsmíðaðri innréttingu og granít borðplötu. Innbyggð uppþvottavél, stæði fyrir tvöfaldan ísskáp og rafstýrðar lokur á öllum skúffum og skápum.
Borðstofan er við eldhúsið og tengir saman eldhús og stofuna.
Stofan er björt með nýrri rennihurð út á pallinn. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með sérsmíðaðri innréttingu, granít borðplötu með í skornum vaski. Stór sturtuklefi, handklæðaofn og upphengt klósett.
Svefnherbergin eru þrjú með möguleika á aukaherbergi innaf bílskúr. Þau eru öll með parket á gólfi og með fataskápum.
Hjónasvíta er með parket á gólfi, gott fataherbergi og baðherbergi sem er innan fataherbergis. Innrétting með granít borðplötu og tveim blöndunartækjum. Upphengt klósett, stór sturtuklefi, handklæðaofn og útgengt út á pall.
Bílskúrinn er rúmgóður með góðum innréttingum með vask. Þvottahúsið er inní bílskúr með innréttingu fyrir tæki.
Innaf bílskúrnum er stórt herbergi sem hægt er að nýta sem fimmta svefnberbergið. Parket á gólfi. Stórir gluggar með opnanlegum fögum.
Endurbætur á síðastliðnum árum:
- Allar raflagnir, frárennslir undir húsinu, neysluvatns- og ofnalagnir.
- Eldhúsinnrétting sérsmíðuð af Kappar og granít borðplata frá S.Helgason.
- Bæði baðherbergin endurgerð frá grunni, granít og öll blöndunartæki frá Tengi.
- Loftskiptakerfi í öllum rýmum eignarinnar sem tryggja loftgæði.
- Gólfhiti í allri eigninni.
- Allt gler endurnýjað og opnanleg fög, allir gluggar yfirfarnir.
- Lóð tekin í gegn, pallur smíðaður og geymslukofi sem er einangraður með rafmagni.
- Bílastæði hellulagt með snjóbræðslukerfi
- Innihurðir og fataskápar sérsmíðað
- Þakjárn endurnýjað með gráu aluzinki. Þakkantur lagaður og málaður.
Vakin er athygli á því að geymsluskúr í garðinum(20 fm) og baðherbergi(um 12 fm) innaf hjónaherbergi er ekki inní fermetratölu hússins.
Lóðin er 663 m² og var öll tekin í gegn. Hleðslusteinar frá BM Vallá, snjóbræðsla í bílastæði, rafbílahleðslustöð og stæði fyrir 3 bíla.
Eign sem vert er að skoða. Stórir sólpallar umlykja húsið á glæsilega hátt.
Nánari lýsing eignarinnar:
Nánari upplýsingar veitir Rögnvaldur Örn Jónsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6603452, tölvupóstur rognvaldur@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
5. sep. 2024
134.350.000 kr.
170.000.000 kr.
10101 m²
16.830 kr.
16. maí. 2022
91.250.000 kr.
130.000.000 kr.
208.6 m²
623.202 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025