Lýsing
Nánari lýsing:
Um er að ræða einbýlishús í grónu hverfi.
Gólfefni eru flísar á votrýmum og parket á öllum öðrum flötum.
4 svefnherbergi og möguleiki á 5.herb ef stofa er minnkuð.
Rúmgóð stofa og þaðan er útgengt í bakgarð.
Eldhús og borðstofa eru í einu opnu rými, í miðju hússins. Eldhúsinnrétting var pússuð og máluð árið 2015.
Baðherbergi hefur verið endurnýjað, flísar á gólfi. Hvítlökkuð innrétting og sturtuklefi.
Þvottahús er í "tengibyggingu" milli bílskúrs og íbúðarýmis.
Rúmgóður fullbúinn bílskúr. 38.7fm að stærð.
2021 Þakjárn endurnýjað.
2021 Þakrennur endurnýjaðar.
2019 Ný gólfefni.
2019 Nýjar innihurðir.
2015 Eldhúsinnrétting máluð og pússuð.
Baðherbergi var endurnýjað að öllu leyti.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Fannar lögg.fasteignasali í síma 897-5930 eða siggifannar@eignaland.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.