Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2010
123,9 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Bílastæði
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Glæsileg og vönduð 123,9 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sólskála og sér garði í húsi fyrir 55 ára og eldri. Sér merkt bílastæði er í lokaðri bílgeymslu. Íbúðin skiptist í stofu og borðstofu ásamt skála, eldhús, baðherbergi, þvottaherbergi og tvö svefnherbergi. Íbúðin getur verið laus fljótlega.Falleg og björt eign í vönduðu húsi byggt af Húsvirki. Stutt er í náttúruperlur eins og Heiðmörk og Elliðavatn. Þá er stutt í golf, veiði, hestamennsku og sund svo eitthvað sé nefnt. Sólskáli, og sér þvottaherbergi í íbúð, bílskýli, lyfta og upphitaðar stéttir á lóð. AEG eldhústæki, granítborðplötur og sólbekkir, hreinlætistæki frá Tengi, Innréttingar frá Axis, flísar frá Birgisson og innihurðar frá Víkurási. Eignin stendur við hlið þjónustumiðstöðvar eldri borgara en þangað er hægt að sækja í ýmsa þjónustu og félagslíf. Boðinn félagsmiðstöð.
Nánari lýsing:
Forstofa er með fataskápum. Fataskápar og flestar innréttingar ná upp í loft. Inn af forstofu er þvottahús með innréttingu og vaski. Forstofuherbergi er með fataskáp. Komið er í alrými þar sem er stofa, borðstofa, skáli og eldhús. Stofurnar eru rúmgóðar og bjartar. Inn af borðstofu er skáli með rennigluggum Þar sem hægt er að renna frá efri hluta. Gengið er úr skála út í hellulagðan sér garð. Garðurinn er lagður steinhellum og timbur skjólveggjum á alla kanta. Eldhús er opið inn í stofu og er með innréttingum á tvo vegu. Granít borðplötur er á borðum og er skápapláss gott. Borðkrókur er innst við glugga. Hjónaherbergi er með fataskápum. Baðherbergi er allt flísalagt. Innrétting er við vask, granít borðplata, upphengt salerni, handklæðaofn og sturta með glerlokun. Innréttingar íbúðar eru úr eik og er eikarparket á stofum og herbergjum en flísar á öðrum gólfum.
Í kjallara er sér geymsla íbúðarinnar og sameiginleg hjólageymsla. Bílastæði er rúmgott og hleðslustöð fyrir bílhleðslu er til staðar.
Eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar veitir Hilmar Þór Hafsteinsson Lögg. fasteignasali/leigumiðlari, í síma 824-9098, tölvupóstur hilmar@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
8. okt. 2018
43.200.000 kr.
58.000.000 kr.
123.9 m²
468.119 kr.
3. jan. 2013
27.450.000 kr.
32.900.000 kr.
123.9 m²
265.537 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025