Opið hús að Urriðaholtsstræti 36, íbúð 303, 210 Garðabær mánudaginn 6. október 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Glæsileg 4ra herbergja íbúð á þriðju hæð með rúmgóðum og skjólsælum suðursvölum og stæði í lokaðri bílageymslu á besta stað í Urriðaholtinu. Húsið er virkilega vandað með einungis 10 íbúðum, álklætt og með lyftu. Íbúðin er rúmgóð og björt, með aukinni lofthæð og er gólfhiti í allri íbúðinni. Innfelld lýsing. Allar innréttingar eru frá VOKE3 og kvarts á borðum í eldhúsi.
Eignin er skráð 127,7 fm skv HMS sem skiptist í íbúð 119,6 fm og geymslu 8,1 fm. Stæði í bílakjallara merkt B04 skv eignaskiptasamningi.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa/gangur er með góðum skápum.
Stofa og eldhús er í björtu og rúmgóðu alrými með glugga á þrjá vegu og útgengt á skjólsælar (ca 12,2 fm) suðursvalir.
Eldhús er með innréttingar frá VOKE3 sem ná upp í loft, vönduð eldunartæki frá AEG og kvarts á borðum, tvöfaldur bakaraofn, tengi fyrir uppþvottavél og eyja með span helluborð og gott vinnupláss.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með mjög góðu skápaplássi.
Tvö barnaherbergi með fataskáp.
Baðherbergi er verulega rúmgott með flísar á gólfum og upp á veggi í sturtu, innréttingar frá VOKE3, walk in sturta með innbyggð blöndunartæki, upphengt salerni, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Þvottaaðstaða er inni á baðherbergi, góð innrétting með miklu skápaplássi og vaski.
Sérgeymsla er í sameign í kjallara ásamt sameiginlegri vagna-og hjólageymslu.
Bílastæði í lokaðri bílageymslu, búið er að leggja fyrir bílarafhleðslustöð.
Gólfefni íbúðar eru parket og flísar.
Húsið er klætt að utan með álklæðningu og er með ál/tré glugga þannig að húsið er viðhaldslétt. Svalir eru rúmgóðar og skjólsælar með rennihurð út á. Gott aðgengi er að íbúð og er lyfta í húsinu. Á jarðhæð er geymsla, bílageymsla og sameigninleg hjóla- og vagnageymsla.
Staðsetning eignarinnar er mjög góð. Leik-og grunnskóli (Urriðaholtsskóli) í göngufæri ásamt kaffihúsinu Dæinn og Vinagarði. Eignin er í nálægð við gönguleiðir og útivistarsvæði í Heiðmörk og golfvelli.
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat