Lýsing
Við kynnum bjarta, vel skipulagða og mikið endurnýjaða efri sérhæð í góðu tvíbýlishúsi, auk stúdíóíbúðar í bílskúr.
Lýsing eignar:
Forstofa: Á 1. hæð, flísalögð og með fatahengi. Gengið er um fallegan, bjartan og breiðan flísalagðan stiga upp á efri hæð. (Stigahús er ekki inni í fermetratölu eignarinnar).
Stigapallur: Flísalagður og rennihurð þaðan í hol.
Hol: Flísalagt og með fataherbergi innaf með mjög rúmgóðum fataskápum.
Eldhús og borðstofa: Opið og bjart rými, flísalagt eldhús með vönduðum gráum Alno innréttingum, granít á borðum og nýjum eldhústækjum. Rýmið tengist beint borðstofu og skapar góða heild.
Stofa: Ný teppalögð og björt með útgengi á rúmgóðar og skjólsælar suðursvalir. Ný stór rennihurð á svalir og sterkt AW Sedna Varuna teppi á gólfum úr endurunnum fiskinetum frá versluninni Parket og gólf.
Herbergi: Innaf stofu, flísalagt. Nýtt sem sjónvarpsherbergi í dag.
Svefngangur: Parketlagður og breiður.
Þvottaherbergi: Með glugga, flísalagt í gólf og með góðum innréttingum, þvottavél í vinnuhæð. Mikið og gott geymslu pláss í skúffum á skápum.
Baðherbergi: Með glugga, rúmgott og nýlega endurnýjað. Innréttingar, vegghengt wc og ný walk-in sturta með glerþili. Gólf flotað og lakkað.
Barnaherbergi I: Parketlagt og rúmgott með ALNO fataskápum með rennihurðum.
Barnaherbergi II: Parketlagt og rúmgott með fataskápum án hurða.
Hjónaherbergi: Rúmgott, parketlagt og með rúmgóðum ALNO fataskápum með rennihurðum.
Stúdíóíbúð í bílskúr:
Í bílskúrnum er fullbúið íbúðarrými með rafmagni, hita, vatni og góðri lofthæð. Eldhúskrókur. Baðherbergi með góðri sturtu. Gluggar í tvær áttir tryggja birtu. Rýmið hentar vel sem stúdíóíbúð, heimaskrifstofa eða mögulegt útleigurými og eykur nýtingu eignarinnar verulega.
Húsið að utan:
Ytra byrði hússins er í góðu ástandi. Nýlega gert upp, steypt og málað. Nýlegar þakrennur og niðurfallsrör og þak í góðu ásigkomulagi.
Lóðin:
Stór, fullfrágengin og ræktuð með tyrfðri baklóð og gróðri. Upphituð innkeyrsla með hleðslustöð. Tröppur upp að húsi nýlega múraðar.
Staðsetning:
Eignin er miðsvæðis í rólegu hverfi. Stutt er í skóla, verslanir og alla helstu þjónustu. Auk þess er íbúðin í göngufæri við Laugardalinn, Klambratún og Kringluna. Í hverfinu sjálfu er mikil uppbygging sem gerir svæðið sífellt eftirsóknarverðara.
Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands er efri sérhæðin skráð 140,5 fm auk stigahúss sem er í séreign og 17,4 fm, samtals um 158,0 fm, auk stúdíóíbúðar í bílskúr, skráðrar 30,7 fm.
Finndu frekari upplýsingar um eignina á www.e-fasteignir.is
- Söluyfirlit
- Senda fyrirspurn
- Tilboðsgerð
Vegna auglýsingar á vefsvæðinu fasteignir.is:
Eigendur auglýsa eign sína sjálfir án milligöngu og finna til kaupendur. Eigendur tryggja að löggiltur fasteignasali (eða aðili með löggildingu til að annast milligöngu um sölu fasteigna og skipa) annist milligöngu þegar kemur að kauptilboði og / eða kaupsamningsgerð vegna auglýsingar á vefsvæði Vísis (fasteignir.is). Þessi aðili mun þá sjá um skjalagerð, þ.m.t. söluyfirlit, kauptilboð, kaupsamning, veðleyfi og afsal, eftir því sem við á hverju sinni, og sjá um að annast viðskiptin í samræmi við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Þannig er tryggt að varnir gegn peningaþvætti séu virtar og að réttarstaða kaupanda og seljanda er glögg.
Eigendur geta nýtt sér umrædda þjónustu hjá samstarfsaðila e-fasteigna, PRIMA fasteignasölu, en það er ekki skilyrði fyrir notkun kerfisins og stendur aðilum aðeins til boða ef hún hentar öllum hlutaðeigandi.
Verðskrá þjónustunnar er aðgengileg á vef e-fasteigna.